• Orðrómur

Hefur breytingaskeiðið áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Breytingaskeiðið er sumum konum erfiður tími meðan aðrar finna vart fyrir því. Í hugum sumra er það frelsun og upphaf nýs skeiðs sköpunargleði. Aðrar kvíða fyrir og telja að þar sé að finna upphafið að endalokunum. En sama hvaða augum konur líta breytingaskeiðið þá  kemur það. Margrét Jónsdóttir Njarðvík hefur trú á að með því að tala um það og skilja margbreytileika þess verði það einfaldlega bæði yfirstíganlegt og skemmtilegt.

Óhjákvæmilega kemur að því að konur gangi í gegnum sitt breytingaskeið. Eru vísbendingar um að það breyti á einhvern hátt stöðu þeirra á vinnumarkaði?

„Breytingaskeiðið færir konum á vinnumarkaði ákveðnar gjafir,“ segir Margrét. „Öll þekkjum við til kvenna sem voru í frábæru virtu starfi sem þeim gekk vel í og engum datt annað í hug en þær héldu áfram í. Viti menn! Einn daginn segja þær upp og velja að gera eitthvað allt annað og fara jafnvel í nám og skipta alveg um kúrs. Hvað gerist? Margir tengja þetta við minnkað estrógen í líkamanum. Estrógen hefur þá dásamlegu náttúru að virka sem demparar á geðslag kvenna. Það veldur því að konur þola suð, áreiti, óbærilegt álag og allt sem fylgir barnastússi. Þegar estrógeni sleppir er eins og dempararnir fari og konur hætta að láta bjóða sér það sem þær þoldu áður. Eitt af því er að henda gullnu handjárnunum út í hafsauga og annað er að allt í einu fara konur að setja mörk í nánum samskiptum sem þær gerðu ekki áður. Því má bæði þakka estrógeninu og kenna því um ýmislegt.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Margréti í heild sinni í Vikunni sem fæst á næsta blaðsölustað eða í áskrift.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -