Heiðarleg Heiða væri titillinn á sjálfsævisögunni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Söngkonan Heiða Ólafs segist sjaldnast standa að smakka nýja matarrétti en fyrir utan tónlistina er matargerðarlistin hennar helsta áhugamál. Vikan beinir smásjánni að Heiðu að þessu sinni.

 

Fullt nafn: Fullt nafn: Aðalheiður Ólafsdóttir, alltaf kölluð Heiða enda skírð í höfuðið á ömmu Heiðu.

Áhugamál: Fyrir utan tónlistina er það matargerðarlistin.

Hvar líður þér best? Umkringd ástvinum mínum.

Hvað óttastu mest? Að eitthvað komi fyrir son minn.

Hvert er þitt mesta afrek? Talandi um soninn; að ganga með og eignast hann er það merkilegasta sem ég hef afrekað.

Býrðu yfir leyndum hæfileika? Veit ekki hvort það er leyndur hæfileiki en ég lærði lengi vel á þverflautu og á eina slíka heima.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Að flytja til New York og fara í leiklistarnám þar árið 2007 og svo að láta mér detta þessa vitleysu í hug að gefa út plötu í fyrra þegar tónlistarumhverfið snýst orðið um lag en ekki plötu.

Hver væri titillinn á ævisögunni þinni? Heiðarleg Heiða.

Hvaða geturðu sjaldnast staðist? Að smakka nýja matarrétti og göngutúr úti.

Hvað færðu þér í Bragðaref? Þrist, Snickers og Smarties.

Instagram eða Snapchat? Ég hefði sagt Snapchat fyrir fáeinum vikum en núna er ég að læra betur og betur á Instagram, loksins, þannig að það er að taka við.

Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina? Seinfeld.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira