Heiðdís Rós segir frá ofbeldissambandi: „Mjög ánægð að hann drap mig ekki“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Heiðdís Rós Reynisdóttir förðunarfræðingur opnar sig um reynslu sína og andlegt og líkamlegt ofbeldi í nánu sambandi í einlægu viðtali í hlaðvarpinu Fantasíusvítan. 

Heiðdís Rós skildi árið 2019 við fyrrum kærasta sinn og segir hún að samband þeirra og sambandsslit hafi ratað í sviðssljósið, sem hafi alls ekki verið auðvelt.

Morðhótanir eftir sambandsslit

„Þetta var ekki bara mitt „break up“ heldur var þetta alþjóðlegt „break up.“ Þetta var miklu meira en að segja það. Það er ekkert auðvelt að vera í sviðsljósinu þegar kemur að svona hlutum,“ segir Heiðdís Rós og segist hafa fengið morðhótanir og hryllileg skilaboð í kjölfar sambandsslitanna.

„Fólk var að segja „Af hverju drepurðu þig ekki bara?“ Það vissi ekkert hvað ég var að ganga í gegnum, það fékk bara að sjá hans sögu í íslenskum fjölmiðlum,“ segir Heiðdís Rós, sem segist ítrekað hafa reynt að fara frá sínum fyrrverandi, en hann þá hótað henni.

„Þegar ég fór loksins frá honum var það af því að hann braut á mér löppina. Hann og frændi hans voru að rífast og ég reyndi að koma á milli, og fóturinn minn fór undir hurðina hans og ég braut á mér löppina. Ég þurfti að vera í gifsi og á hækjum í níu vikur.“

Í viðtalinu ræðir Heiðdís Rós einnig unglingsárin, einelti sem hún varð fyrir, sjálfsvígshugsanir og fleira. Hlusta má á þáttinn á Spotify, en Lilja Björg Gísladóttir og Unnur Eggertsdóttir tóku viðtalið við Heiðdísi Rós í gegnum myndsímtal. Fjallað var um þáttinn á visir.is fyrr í dag.

Heiðdís Rós hvetur konur sem eru í ofbeldisfullum samböndum að vera sterkar, það sé alltaf ljós eftir myrkrið. Þáttastjórnendur hrósa Heiðdísi Rós fyrir að tala opinskátt um sambandið og ofbeldið, það geti veitt öðrum konum sem standa í sömu sporum styrk til að slíta sambandi sínu.

Heiðdís Rós segist í viðtalinu ekki vita alveg af hverju hún var með sínum fyrrverandi. „Ég bara elskaði hann svo mikið. Fólk skilur ekki sem er ekki í ofbeldishneigðu sambandi, þessi sambönd eru oft rosalega „passionate“ og hann er tveir persónuleikar. Stundum vorum við að hafa gaman og elda saman, og svo allt í einu „snappar“ hann og öskrar á mig að ég sé ógeðsleg og viðbjóður. Þetta var ótrúlega mikið andlegt ofbeldi. Ég er bara mjög ánægð að hann drap mig ekki.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Hannes og Karen Ósk nýtt par

Hann­es Stein­dórs­son, fast­eigna­sali og einn eigenda Lind fast­eigna­sölu og Karen Ósk Þorsteinsdóttir, flugfreyja og naglasérfræðingur, eru nýtt...

Nýtt í dag

Hannes og Karen Ósk nýtt par

Hann­es Stein­dórs­son, fast­eigna­sali og einn eigenda Lind fast­eigna­sölu og Karen Ósk Þorsteinsdóttir, flugfreyja og naglasérfræðingur, eru nýtt...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -