Föstudagur 1. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

„Heilsa er ekki megrunarkúr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Telma Matthíasdóttir er 42 ára móðir, unnusta, þjálfari, íþróttakona og eigandi vefsíðunnar fitubrennsla.is. Hún rekur sinn eigin heilsurekstur í HRESS HRESS í Hafnarfirði og hefur gert síðastliðin 20 ár. Í 40.tbl Vikunnar fengum við Telmu til að gefa okkur nokkrar uppskriftir að hollari útgáfu af tilvöldum réttum í saumaklúbbinn – nú, eða við hvaða tilefni sem er.

Telmu líður að eigin sögn alltaf best úti í náttúrunni að hjóla, hlaupa eða ganga á fjöll. Hún segir áhugamálin sín að mörgu leyti snúast um vinnuna mína, fjölskylduna og heilsuna. „Ef ég er ekki að vinna þá er ég að æfa eða ferðast.  Það er nefnilega svo merkilegt við það að við stjórnum okkar lífi alveg sjálf og ég kaus að láta mitt líf snúast um mín áhugamál, alltaf gaman, lifa, leika og njóta!“

Tuttugu ár eru liðin frá því að Telma missti heilsuna og tók líf sitt í gegn. „Enn þann dag í dag er ég að vinna í minni eigin heilsu ásamt því að hjálpa öðrum. Ég elska mat og hef alltaf gert og hef aldrei verið þekkt fyrir það að vera róleg. Í dag kýs ég að lifa lífinu í heilbrigðum líkama, full af orku og í andlegu jafnvægi og til þess að það takist þarf næring og hvíld að vera góð. Auðvitað þarf þetta að vera skemmtileg vinna alla daga,“ segir hún.

Ég elska mat og hef alltaf gert og hef aldrei verið þekkt fyrir það að vera róleg. Í dag kýs ég að lifa lífinu í heilbrigðum líkama, full af orku og í andlegu jafnvægi og til þess að það takist þarf næring og hvíld að vera góð

Einfalt virkar alltaf best

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Þegar Telma er spurð um helstu ráð til þeirra sem vilja skipta yfir í hollari venjur segir hún mataræðið síður en svo þurfa að vera flókið. „Eldum mat sem okkur finnst góður. Einfalt virkar alltaf best,“ segir hún og heldur áfram. „Við þurfum öll að hlusta á okkar eigin þarfir, ekki apa upp eftir öðrum. Öll erum við ólík og með mismunandi matarsmekk. Aðalmálið er að borða næringarríkan mat, hafa hann litríkan og ekki borða of mikið í einu, mest úr jurtaríkinu, grænmeti, hnetur og fræ, ávexti og hreinan prótíngjafa eins og baunir, egg, fisk, kjúkling og hreint kjöt. Það er alltaf hægt að teygja sig í epli eða egg þegar hungur sækir að. Grundvallaratriðið er að þekkja orkuefnin, næringuna, vítamínin og steinefnin sem líkaminn þarf til að starfa eðlilega. Soðinn fiskur, kartöflur og smjör með grænmeti á brúninni er góð og einföld máltíð. Öll vitum við að sykur er eitur.“

Að sleppa takinu er besta ráðið

Telma veit að eigin reynslu hversu dýrmætt það er að hafa góða heilsu og líkama sem manni líður vel með. Hún leggur áherslu á góðan stuðning í þjálfun sinni og gengur út frá því að heilsa sé ekki megrunarkúr. „Að sleppa takinu er mitt besta ráð. Heilsa snýst ekki um holdafar, 90% af þeim sem leita til mín eru með það markmið að léttast, líta betur út og fá meiri orku sem er alveg eðlilegt og heilbrigt líka. En það á allt að gerast á fjórum vikum og það er óheilbrigt. Ég kenni fólki að fara heilsusamlegar leiðir, hjálpa þeim að hlakka til að takast á við næsta dag, finna hreyfingu sem er skemmtileg, borða mat sem er góður og spennandi og í kaupæti þá breytist líkaminn og líðan. Heilbrigður lífsstíll á nefnilega að veita þér vellíðan og gefa þér orku til að takast á við hvaða verkefni sem er út ævina en ekki draga úr þér alla orku og drepa niður sjálfsálitið. Stærsta breytingin á sér stað í kollinum á okkur, læra að elska sjálfan sig, fara vel með það eintak sem við eigum og vera sinn eigin keppinautur.“

„Heilsa snýst ekki um holdafar, 90% af þeim sem leita til mín eru með það markmið að léttast, líta betur út og fá meiri orku sem er alveg eðlilegt og heilbrigt líka.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild sinni í 40.tbl Vikunnar. Þar má einnig finna nokkrar gómsætar uppskriftir frá Telmu.
Mynd / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -