Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Heimagerðar gjafir: Sniðugar hugmyndir

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Áttu eftir að græja síðustu jólagjafirnar? Hvernig væri þá að gefa eitthvað heimatilbúið.

Karfa með góðgæti
Hægt er að kaupa körfur af öllum stærðum og gerðum og fylla þær af góðgæti. Þú getur sett heimabakaðar, skreyttar piparkökur, smákökur, konfekt og sultur, og keypt kex, eðalkaffi, vínflösku og súkkulaði eða annað sem þú veist að fellur í kramið. Láttu hugmyndaflugið ráða þegar þú velur í körfurnar en kælivöru eins og ost geturðu haft með ef innihald körfunnar er sýnilegt.

Myndræn jólagjöf
Það er gaman að opna pakka þegar við blasir skemmtileg mynd af góðum vinum. Ef buddan er hálftóm í jólamánuðinum er falleg ljósmynd góður kostur. Til að gera gjöfina veglegri er sniðugt að leita uppi myndaramma eða ganga skrefinu lengra og prenta myndina á striga. Þannig má skapa persónulegt listaverk sem vekur upp ljúfar minningar.

Samverustundir í pakka
Þó svo að „harðir“ pakkar séu oft vinsælir undir jólatréð má einnig gefa öðruvísi gjafir í formi samverustunda. Það eina sem til þarf er heimagert boðskort sem býður upp á ljúfar stundir með góðum vinum eða fjölskyldu. Til að mynda má bjóða í dagsferðir, í göngutúr, ferð á skautasvellið o.s.frv. Hvaða ævintýri sem er, án þess þó að þurfa að tæma budduna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -