2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Hekla lætur ekki stöðva sig

  Veglegt jólablað Vikunnar kemur á sölustaði á morgun. Hekla Björk Hólmarsdóttir er á forsíðu jólablaðs Vikunnar.

   

  Hekla Björk Hólmarsdóttir fæddist sjö mínútum á undan tvíburasystur sinni Kötlu fjórum vikum fyrir tímann. Læknar töldu í fyrstu að hún þyrfti bara að stækka og þyngjast en annað kom á daginn. Hekla er með Goldenhar-heilkennið, alvarlegan hjartagalla og ýmislegt fleira háir henni. En þessi síbrosandi og jákvæða unga stúlka keppti í nútímafimleikum á Special Olympics fyrr á árinu og lætur engan segja sér að það sé eitthvað sem hún geti ekki gert.

  Hekla er á forsíðu jólablaðs Vikunnar en hún og móðir hennar, Sigríður Rut Stanleysdóttir segja söguna.

  Auk hennar er spjallað við Jónínu Leósdóttur, Sólveigu Pálsdóttur og Guðrúnu Guðlaugsdóttur en þær eiga það sameiginlegt að hafa lagst í glæpasagnaskrif.

  AUGLÝSING


  Jana María Guðmundsdóttir gaf út fallega föndurbók nú fyrir jólin því hún vildi gefa fólki hugmyndir að skemmtilegu handverki að vinna saman að.

  Linda Björk Ólafsdóttir listakona á Akureyri málar einstakar jólakúlur ár hvert og Pétur Ásgeirsson segir frá starfi Sýslu ehf. og jóladagatalinu sem fyrirtækið sendi frá sér í ár.

  Við fjöllum um allt það sem getur klúðrast á jólum, rifjum upp góðar jólamyndir, skoðum óvenjulegt jólaskraut og ótalmargt fleira í þessu stóra veglega blaði sem verður fáanlegt á sölustöðum næstu tvær vikur.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is