• Orðrómur

Helena Jónsdóttir var á Íslandi þegar Þorvaldur lést úti í Belgíu: „Þannig byrjaði martröðin“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Dans- og kvikmyndagerðarkonan Helena Jónsdóttir missti eiginmann sinn, Þorvald Þorsteinsson, árið 2013 og sorgarferlið hefur verið langt og strangt. Helena er búsett í Belgíu en er nú stödd á Íslandi þar sem hún setur upp útivörpunina Physical Cinema Festival.

Helena segir að þau Þorvaldur hafi vitað hvort af öðru, hann hafi meðal annars sagt henni að hann hafi dáðst að henni í listinni löngu áður en þau kynntust i lok níunda áratugarins. Blaðamaður spyr hvort það hafi verið ást við fyrstu sýn. „Já, sagði hann,“ segir Helena og hlær létt. Hún segir þau hafa verið mjög náin, helst saman öllum stundum og deilt ástríðu sinni fyrir listinni á hverjum degi.

Helena og Þorvaldur fluttu til Antwerpen árið 2011 og höfðu búið þar í um það bil eitt og hálft ár þegar Þorvaldur lést í febrúar 2013. Helena var við vinnu á Íslandi þegar kallið kom.

- Auglýsing -

„Einhvern veginn gerðist ekkert hjá okkur fyrr en við vorum búin að deila því með hvort öðru,“ segir hún. „Ef við vorum ekki í sama landi þá nýttum við okkur símalínuna, oft mörgum sinnum á dag. Ég hafði verið að hringja í hann þetta laugardagskvöld, 23. febrúar, en hann ekki svarað sem var mjög skrýtið. Ég hringdi í góðan vin okkar, Arthur, sem var að vinna á kaffihúsi sem er á torginu við húsið okkar í Antwerpen, og bað hann um að athuga hvort hann sæi kveikt ljós í íbúðinni okkar. Hann kíkti og sagði að það væri ljós í stofunni, þannig að ég vissi að Þorvaldur væri heima. Vinur okkar hringdi dyrabjöllunni en Þorvaldur kom ekki til dyra. Ég hringdi þá í vinkonu okkar sem geymdi fyrir okkur varalykil og bað hana og Arthur um að fara og athuga hvort það væri ekki örugglega allt í lagi. Það leið og beið og mig grunaði að eitthvað væri að. Svo hringdi Arthur og spurði hvort ég væri ein eða með einhverjum sem ég treysti … Þannig byrjaði martröðin.“

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Samfélagsleg sóun á hæfileikum kvenna

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Empower sem sérhæfir sig í jafnréttismálum. Fyrirtækið hefur m.a. þróað...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -