• Orðrómur

Helena sannfærð um áhrif Þorvaldar þegar hún hitti Marcel: „Veit ekki hvort ég væri á lífi“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Dans- og kvikmyndagerðarkonan Helena Jónsdóttir missti eiginmann sinn, Þorvald Þorsteinsson, árið 2013 og sorgarferlið hefur verið langt og strangt. Ástin kom óvænt inn í líf Helenu á ný eftir andlát Þorvaldar þegar hún kynntist Marcel, belgískum vídeólistamanni, sem hún segir gera sér grein fyrir að sé í sambandi bæði með henni og Þorvaldi. Enda hafi Marcel verið hennar hægri hönd í að halda arfleifð Þorvaldar á lofti. Helena prýðir forsíðu nýjustu Vikunnar.

„Fyrsta árið eftir að Þorvaldur féll frá lokaði ég mig meira og minna inni,“ segir Helena. „Vinir mínir sem búa hinum megin við torgið höfðu þó auga með mér og kíktu á mig við og við. Eftir eitt og hálft ár gátu þau talað mig inn á að fara með þeim á sýningaropnun og þar kynntu þau mig fyrir vini sínum, Marcel. Það var gaman að spjalla við hann; hann hafði komið til Íslands og meira að segja kennt við Listaháskóla Íslands þar sem ég kenni í dag. Ég átti að vera á leið til Íslands í vinnuferð eftir tvær vikur og Marcel spurði mig hvort ég gæti tekið myndefni fyrir hann til Íslands, þannig að ég gaf honum netfangið mitt. Strax næsta dag sendi hann mér mjög langan tölvupóst þar sem hann talaði um lífið og tilveruna og ég fann það strax við lesturinn hvað ég hafði saknað þess að geta talað við einhvern um þessa hluti. Kannski var ég að verða tilbúin til þess. Marcel sagist þá vera að fara til Parísar á miðvikudeginum, þar sem hann var að fara að taka þátt í sýningu, en hann vildi endilega hitta mig áður en hann færi og spurði hvort ég gæti ekki hitt hann á mánudeginum.“

Helena þagnar um stund og segir svo: „Ég veit ekki hvort ég væri á lífi ef hann hefði ekki komið inn í líf mitt. Okkar fundur vakti upp neista sem hafði ekki verið til staðar frá því Þorvaldur féll frá. Við töluðum saman í nær fjóra klukkutíma og þegar ég gekk heim var ég ekki frá því að ég fyndi fyrir dálítilli gleði. Ég er algjörlega sannfærð um að þarna hafi Þorvaldur haft áhrif.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Samfélagsleg sóun á hæfileikum kvenna

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Empower sem sérhæfir sig í jafnréttismálum. Fyrirtækið hefur m.a. þróað...

Nýtt í dag

Vopnaður unglingur handtekinn

Handtaka þurfti unglingspilt síðastliðna nótt í Breiðholti. Pilturinn er grunaður um ógnandi tilburði með eggvopni og hótanir.Foreldrar...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -