Heppin ef hún næði fjörutíu og fimm ára aldri

Deila

- Auglýsing -

Ana Markovic er með vefjagigt og liðagigt. Fyrir örfáum árum var hún svo illa haldin að hún gat ekki skorið sjálf matinn á disknum sínum, ekki klætt sig í sokka og varla hreyft sig nokkuð vegna verkja. Læknirinn hennar sagði henni að sjúkdómurinn væri kominn á það stig að hún yrði komin í hjólastól þrjátíu og fimm ára og heppin ef hún næði að verða fjörutíu og fimm. Ana fór að lyfta lóðum og dag nokkurn á leið úr ræktinni gerði hún sér grein fyrir að hún hafði verið verkjalaus í nokkrar mínútur. Eftir það fór sá tími að lengjast. Í dag keppir Ana í fitness og hjálpar öðrum sem eins er ástatt fyrir að æfa og styrkja líkamann.

„Ég vissi að þjálfunin átti stóran þátt í mínum bata en að mataræði skipti líka miklu máli,“ segir Ana í forsíðuviðtali við Vikuna.

Hún lærði einkaþjálfun en er fyrir með háskólapróf í vélaverkfræði og hátækniverkfræði.

„Ég var að keppa á heimsmeistarmóti í vaxtarrækt þegar ég fékk tölvupóst um að ég hefði úskrifast sem einkaþjálfari og ég verð að segja að af þessum fjórum prófgráðum sem ég hef er ég stoltust af þessari.“

Auk Önu eru Ýr Jóhannsdóttir og hjónin Edda S. Holmberg og Jón Birgir Gunnarsson í viðtölum.

Í blaðinu er að finna viðtal við Ýr sem hannar peysur undir listamannanafninu Ýrúrarí . Mynd / Gunnlöð Jóna

Ýr segir frá líflegu og skemmtilegu peysunum sem hún gefur framhaldslíf undir listamannsnafninu Ýrúrarí en Edda og Jón Birgir gefa lesendum innsýn inn í hjólaferðir um sólrík og falleg lönd.

Auk þess er vorið hjá tískuhúsi Valentino skoðað, vorboðarnir í garðinum og lesendum gefinn kostur á að kanna hvað vekur þeim gleði.

Vikan er að vanda fjölbreytt, skemmtileg og full af fyrirtaks lesefni. Vikan kemur í verslanir á morgun, fimmtudag.

Kaupa blað í vefverslun

- Advertisement -

Athugasemdir