Hera Björk í einlægu viðtali: „Mér leið ekki lengur vel inni í mér“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir hefur verið ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar um árabil. En hún hefur ekki fengið bara fengið athygli út á söng sinn og stórkostlega rödd, heldur hefur hún ósjaldan mátt þola margs konar athugasemdir um líkama sinn sem þótti of stór. Árið 2017 fór Hera í svokallaða magarermisaðgerð og þótt aðgerðin sem slík hafi verið hjálpartæki segir Hera sjálfsvinnuna það allra mikilvægasta í ferlinu. Hún líti núna svo vel út af því að hún líti svo vel inn.

„Þetta snýst ekki um kílóin sem eru farin,“ segir Hera. „Í grunninn er ég sjálfsörugg og mér hefur alltaf þótt ég sæt og sexí. Ég elskaði Heruna sem ég sá í speglinum. Þetta snerist aldrei um útlitið. Ég hef aldrei verið með útlitsþráhyggju. Ég var bara með innlitsþráhyggju. Ef manni líður vel í eigin skinni skiptir í raun engu máli í hvernig formi maður er. Mér var bara hætt að líða vel í eigin skinni og ástæðan fyrir því var ekki sú að ég væri með of stórt nef eða of feit læri. Mér leið ekki lengur vel inni í mér.“

„Ég hef aldrei verið með útlitsþráhyggju. Ég var bara með innlitsþráhyggju.“

Þótt Hera hafi ekki talað opinskátt um aðgerðina fyrr en núna munu sjónvarpsáhorfendur þó fljótlega geta fylgst með ferlinu hennar í allri sjálfsvinnunni. Á næstunni verður frumsýnd í Sjónvarpi Símans heimildamynd í tveimur hlutum sem fjallar um aðgerðina, líf Heru áður og líf Heru eftir aðgerð.

Hera fór í mikla sjálfsvinnu sem leiddi í ljós stórt leyndarmál sem hún hafði geymt með sjálfri sér. Lestu einlægt og opinskátt viðtal við Heru Björk í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða komdu í áskrift.

Myndir / Hallur Karlsson
Förðun / Elín Reynis
Hár / Emilía Tómasdóttir, EMÓRU

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -