Hildur Vala fer undir smásjánna: „Er einstaklega þefvís“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Söngkonan Hildur Vala notaði sumarfríið 2020 í ferðalög um landið ásamt fjölskyldunni en hefur auk þess verið að skrifa meistararitgerð og taka upp nýja tónlist. Hún segist einstaklega þefvís, sem sé hennar leyndi hæfileiki, og hefur ekki tekið meiri áhættu en að keyra bílinn endalaust þótt bensínmælirinn sé í botni. Hildur Vala er undir smásjánni að þessu sinni.

Sjá einnig: Hildur Vala og Jón eiga von á barni: „Ævintýrin gerast enn“

Fullt nafn: Hildur Vala Einarsdóttir
Aldur: 38 ára
Starfsheiti: Tónlistarkona og tónlistarkennari.

Örfá orð um hvað þú hefur verið að bardúsa fram til þessa: Ég hef notað sumarfríið í ferðalög um landið ásamt fjölskyldunni. Auk þess hef ég verið að skrifa meistararitgerð, semja og taka upp nýja tónlist og syngja við alls kyns athafnir.

Áhugamál: Alls kyns útivist, bóklestur, mannréttindi, fólk, uppeldi, listir … svo margt!

Á döfinni: Hljóðversvinna þar sem tekin verður upp fjórða sólóplata mín. Dásamlegast í heimi! Einnig söngkennsla í tónlistarskóla FÍH, einhverjir tónleikar og almennur hressleiki, býst ég við.

Hvað færðu þér í morgunmat? Hafragraut með ýmsu góðgæti og kaffi.

Hvað óttastu mest? Stríð og ófrið í heiminum.

Býrðu yfir leyndum hæfileika? Er einstaklega þefvís.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?  Líklega bara að keyra bílinn endalaust þótt bensínmælirinn sé í botni. Það er ekki hrikalegra en það.

Hver væri titillinn á ævisögunni þinni?  Bara aðeins lengur.

Hver myndi leika þig í bíómyndinni? Hildur Vala Baldursdóttir leikkona.

Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina? Unorthodox, Money Heist og Borgen.

Hvað geturðu sjaldnast staðist?  Að knúsa kornabörn.

Hvaða fræga einstakling, lífs eða liðinn, í mannkynssögunni myndirðu vilja bjóða í kaffi, af hverju og um hvað myndirðu vilja tala við viðkomandi? Ég myndi bjóða hinni miklu baráttukonu Gretu Thunberg í heimsókn af því að hún hefur aldeilis náð að setja mark sitt á umræðu um loftslagsmál í ölllum heiminum. Við myndum auðvitað ræða loftslagsmál og umhverfisvernd og hún myndi ausa úr viskubrunni sínum svo ég og fleiri getum hjálpað henni í baráttunni og breitt út boðskapinn.

Hvaða smáforrit er ómissandi? Spotify, Storytel og hlaupaapp.

Instagram eða Snapchat? Facebook.

Hvaða tjámerki (emoji) notarðu oftast? Broskallinn

Greinin birtist áður í Vikunni 29. tbl. 2020.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -