• Orðrómur

„Hlakka mikið til að dusta rykið af vegabréfinu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ása Marin Hafsteinsdóttir gaf nýlega út bókina Yfir hálfan hnöttinn, sem er skálduð ferðasaga, en hugmyndina að bókinni fékk Ása Marin í ferð sinni til Víetnam. Bókin er ekta sumarlestur nú þegar höftum vegna kórónuveirunnar er senn að létta og Íslendingar geta farið að taka fram vegabréfin og ferðatöskurnar.

„Ég fór til Víetnam í ágúst 2018 og sá strax að landið bauð upp á spennandi sögusvið. Í ferðalaginu punktaði ég niður lýsingar á stöðum sem ég heimsótti, með það á bak við eyrað að ég gæti sótt í staðarlýsingarnar þegar ég hefði tíma til að setjast niður og skrifa skáldsöguna. Ég punktaði niður liti, lykt, bragð og tilfinningu sem ég fékk og reyndi að nýta þær inn í söguna til þess að lesandinn gæti upplifað ferðalagið með Júlíu, aðalpersónunni. Færa lesendum brot af landinu sem ég heillaðist svo mikið af og kannski verða til þess að fólk langi að heimsækja landið sjálft,“ segir Ása Marin aðspurð um hvernig hún fékk hugmyndina að Yfir hálfan hnöttinn.

- Auglýsing -

Þó að Yfir hálfan hnöttinn sé nýkomin út er Ása Marin þegar byrjuð á næstu bók. „Líkt og Yfir hálfan hnöttinn er hún skálduð ferðasaga. Enda get ég varla hugsað um annað en ferðalög í skugga þessa faraldurs. Ég hlakka mikið til að dusta rykið af vegabréfinu og halda í nýtt ævintýri sem vonandi verður kveikja að enn fleiri skáldsögum.“

Lestu viðtalið við Ásu Marin í heild sinni í Vikunni sem fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

- Auglýsing -

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -