• Orðrómur

Hreinni samviska og bætt líðan með vegan-mataræði – Afdrifarík ferð í sláturhús var upphafið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk velji að vera vegan. Fyrir Guðrúnu Ósk Maríasdóttur er það sambland af dýraverndunar-, umhverfis- og heilsufarslegum sjónarmiðum sem gerir að verkum að hún er vegan. Hún segir afdrifaríka vettvangsferð í sláturhús hafa vakið hana til umhugsunar. Guðrún Ósk er í viðtali í nýjasta tölublaði Vikunnar. 

Þegar veganistinn Guðrún Ósk Maríasdóttir er spurð út í hvenær og hvers vegna hún hafi farið að færa sig nær plöntumiðuðu mataræði rifjar hún upp örlagaríka vettvangsferð sem hún fór í þegar hún stundaði meistaranám í matvælafræði.

„Þegar ég hóf meistaranám í matvælafræði 2015 fórum við reglulega í vettvangsferðir og ein þeirra reyndist afdrifarík fyrir mig. Það var ferð í svínasláturhús. Ég hafði lært allt um vinnsluaðferðina við slátrun en ég fann púsluspilið sem hafði vantað í þessari vettvangsferð. Að sjá dýrin lifandi fyrir utan húsið, veltast svo inn meðvitundarlaus eða látin, hengd upp og verkuð gerði útslagið fyrir mig. Ég gat ekki hugsað mér að borða kjöt aftur og eitt leiddi af öðru og á viku eða svo var ég orðin vegan.“

„Að sjá dýrin lifandi fyrir utan húsið, veltast svo inn meðvitundarlaus eða látin, hengd upp og verkuð gerði útslagið fyrir mig.“

- Auglýsing -

Aðspurð segir Guðrún Ósk kostina við veganmataræðið vera marga.

„Hreinni samviska gagnvart dýrunum sem við lifum með á jörðinni er númer eitt í mínum huga. Umhverfissjónamiðin koma þar á eftir, minna vatn er notað í framleiðslu grænkeraafurða og þær eru almennt með minna kolefnisfótspor en fæða unnin úr dýrum og dýraafurðum, jafnvel þótt þær séu innfluttar. Draumurinn væri þó að Ísland yrði framar í framleiðslu á grænmeti og alls kyns plöntumiðuðu fæði þar sem möguleikarnir eru margir fyrir hendi og þá þyrfti síður að treysta á innflutning. Þriðji stóri kosturinn er heilsufarslegir ávinningur. Ég hef ávallt verið við góða heilsu en við það að snúa mér að plöntumiðuðu mataræði hætti ég alfarið að finna fyrir magaverkjum eftir þungar kjötmáltíðir sem ég hélt að væri eðlileg líðan og hár og neglur urðu enn sterkari. Í lok árs 2018 hlaut ég höfuðáverka sem olli mér töluverðum ama en með því að neyta mjög hreinnar veganfæðu náði ég að minnka einkennin mikið. Í rauninni hef ég ekki rekist á marga ókosti þess að vera vegan. Mögulega sá eini að manni er síður boðið í matarboð, en flestir í okkar nánasta umhverfi eru skilningsríkir og oftast til í að smakka vegankræsingar með okkur.“

Guðrún Ósk rekur fyrirtækið GÓ Heilsa ásamt eiginmanni sínum, Árna Birni Kristjánssyni, þar sem þau hjálpa fólki að taka lífsstílinn föstum tökum og aðstoða fólk við að ná markmiðum sínum, hver sem þau kunna að vera.

- Auglýsing -

Í nýjustu Vikunni gefur Guðrún gefur lesendum Vikunnar uppskrift að gómsætum svepparétti sem alltaf slær í gegn í matarboðum.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni eða eintak í næstu verslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

„Tilgangur matar er að veita orku sem endist allan daginn“

Hanna Þóra Helgadóttir, rithöfundur, framkvæmdastjóri, viðskiptafræðingur og snyrtifræðingur, gaf í fyrra út bókina Ketó – Uppskriftir –Hugmyndir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -