• Orðrómur

Hristur eða hrærður?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í samkomubanni víða um Evrópu varð fólk að finna upp á ýmsu til að skemmta sér. Þeir sem voru vanir að setjast inn á veitingahús eða krár til að fá sér einn drykk eða svo á föstudagskvöldi urðu að leita annarra leiða. Það var einfaldlega fastur vani að slaka á með vinnufélögum á pöbbnum áður en haldið er inn í helgina. Þegar þetta var ekki lengur hægt dóu menn ekki ráðalausir heldur endurvöktu gamlan sið, kokteiltímann.

Á ensku gekk þriðji áratugur síðustu aldar undir heitinu, the Roaring Twenties. Þá var venja að koma saman á „speakeasies“ í Bandaríkjunum og taka eins og einn kokteil. Þetta var blómaskeið kokteilanna, enda þurfti sumt áfengi bannáranna sannarlega á því að halda að það væri bragðbætt með einhverjum ráðum. Siðurinn færðist yfir Atlantshafið til Bretlands og þeir sem fylgdust með Downton Abbey muna eflaust eftir að Lady Mary Crawley fór að bjóða kokteil fyrir kvöldverðaboð á herrasetrinu. Sú venja gekk í endurnýjun lífdaga á mörgum heimilum í Bretlandi því landsmenn höfðu lítinn áhuga á að sækja pöbbinn.

„Sú fyrri er að leita jafnvægis milli súrs og sæts bragðs þ.e. milli límóna eða sítróna og síróps sem iðulega er notað í blandaða drykki. Hin síðari er að finna hárrétta línu milli hins veika og hins sterka, þá er átt við sterka vínið í drykknum og það sem inniheldur lægri alkóhólprósentu.“

Í stað þess að rækta vinina og félagslífið fóru menn að skemmta sér við að safna að sér fjölbreyttum birgðum af áfengi og blönduðu ljúffenga kokteila handa fullorðnum á heimilinu. Kokteiltíminn eða kokteilstundin varð aftur skemmtileg leið til að prófa eitthvað nýtt og gleyma kórónaveirunni um stund. Í raun eru engin takmörk fyrir fjölbreytileika kokteila og einstaklega gaman að gera eigin tilraunir. Á Netinu eru ótal uppskriftir að þekktum kokteilum en með því að nota ímyndunaraflið og hafa í heiðri tvær grunnreglur.

- Auglýsing -

Jafnvægi lykillinn

Sú fyrri er að leita jafnvægis milli súrs og sæts bragðs þ.e. milli límóna eða sítróna og síróps sem iðulega er notað í blandaða drykki. Hin síðari er að finna hárrétta línu milli hins veika og hins sterka, þá er átt við sterka vínið í drykknum og það sem inniheldur lægri alkóhólprósentu. Gin, vodka og romm eru vinsælir sterkir drykkir til að byrja á og líkjörar, portvín, margvísleg styrkt vín og freyðivín. Einnig er algengt að fyllt sé upp í glasið með sódavatni eða öðrum gosdrykkjum.

 „Þá var venja að koma saman á „speakeasies“ í Bandaríkjunum og taka eins og einn kokteil. Þetta var blómaskeið kokteilanna, enda þurfti sumt áfengi bannáranna sannarlega á því að halda að það væri bragðbætt með einhverjum ráðum.“

Í raun ætti ykkur ekki að vera neitt að vanbúnaði ef þið hafið einhvern tíma blandað malt og appelsín eða búið til límonaði. Við gerð hins síðarnefnda kemur listin að smakka til nefnilega að góðum notum. En ef þið hafið áhuga á að prófa þessa vinsælu afþreyingu á tímum kórónuvírussins er best að byrja á að koma sér upp litlum heimabar. Næsta skref er að frysta góðan slatta af klökum, verða sér úti um mæliglas, síu, langa skeið til hræra í glasi, kokteilhristara og falleg glös til að bera fram í. Ef menn vilja ekki kaupa allt þetta er hægt að komast af með eggjabikar sem mæliglas, sultuskeið til að hræra, sigti eða tesíu til að sía og nota hitabrúsa eða sultukrukku í stað hristara. Ber, regnhlífar, kokteilpinnar, myntulauf og ávaxtasneiðar eru ómissandi skraut og þegar þessu hefur öllu verið fundin heiðursstaður er bara að byrja að blanda, smakka til og prófa afurðina á sínum nánustu.

- Auglýsing -

 

 

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -