Hulda var stungin með hnífi í bakið: „Ég hélt að einhver hefði rekið olnbogann í mig“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hulda Bjarnadóttir er landsmönnum góðkunn úr fjölmiðlaheiminum. Á gamlárskvöld fyrir tæpum þrjátíu árum var hún stungin með hnífi í bakið en það komst aldrei upp hver var að verki.

Á gamlárskvöld árið 1993 var Hulda stödd í einkasamkvæmi á veitingastað, þá tvítug. „Þetta var fjölmennt partí og alveg rosalega gaman. Ég var á dansgólfinu og eins og gengur var verið að rekast utan í mann og stíga á tær og svona. Ég kippti mér því ekkert upp við það að finna eitthvað stingast í bakið á mér, ég hélt að einhver hefði rekið olnbogann í mig.“

Það var þó öllu alvarlegra en svo. Stuttu seinna tók vinkona Huldu eftir því að Hulda, sem var í hvítri blússu, væri alblóðug á bakinu. Hringt var á sjúkrabíl og gert að sárum Huldu á bráðamóttökunni.

„Mig minnir að þetta hafi verið þrjátíu spor,“ segir Hulda og sýnir blaðamanni ör aftan á bakinu, sem er mjög stórt og frekar áberandi. „Læknirinn sem saumaði mig vildi meina að þetta hefði frekar verið hnífur en glerbrot sem notað var af því að sárið var svo hreint. Það komst aldrei upp hver stakk mig og ég held satt að segja að það hafi ekkert verið rannsakað neitt sérstaklega.“

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -