2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Húllahopp, busl og feluleikir

  Það getur verið erfitt að hafa ofan af fyrir börnunum í sumarfríinu og foreldrum finnst þeir oft uppurnir með hugmyndir um afþreyingu. Eitthvað sem kostar ekki of mikið, eitthvað sem kallar ekki á mikil ferðalög og svo framvegis. Hér eru nokkur atriði sem Mannlíf hvetur fjölskyldur til að gera, hver veit, kannski leynist eitthvað hér sem fólk hefur ekki prófað áður.

  -Flest börn hafa gaman af að sulla í vatni. Sonur minn getur til dæmis endalaust dundað sér við að „mála húsið“ með pensli og vatni í fötu eða hella vatni úr einu íláti í annað. Fyrir þessi yngstu er tilvalið í góðu veðri að leyfa þeim að sitja í bala og busla úti á palli eða svölum.

  -Ef veðrið er leiðinlegt, sem er auðvitað afar sjaldgæft hér á Fróni (lesist með kaldhæðni), er til dæmis hægt að hafa það kósí innandyra og grípa í spil eða kubba. Hefur þú til dæmis reynt að kubba Hallgrímskirkju eða lögreglustöðina á Hverfisgötu? Það má reyna!

  -Bíltúrinn má byrja á að koma við í ísbúðinni og fara svo niður að höfn að skoða skipin og bátana.

  AUGLÝSING


  -Feluleikur kostar ekkert nema góða skapið og smávegis hugmyndaflug og allir geta verið með.

  -Sund er klassískt og við getum verið þakklát fyrir dásamlegu sundlaugarnar sem við eigum um allt land. Það er tilvalið að fá sér bíltúr út fyrir bæjarfélagið og skoða aðrar laugar sem maður er ekki vanur að fara í. Prófa jafnvel einhverja sem maður hefur aldrei farið í áður.

  -Hver nær að snúa húllahringnum lengst og verður húllahringsmeistari fjölskyldunnar?

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is