2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Hvaða æfingum ætti að sleppa á meðgöngu og fyrst eftir fæðingu?

  Meðgöngu- og mömmuþjálfarinn Sigrún María Hákonardóttir svarar hér einni algengustu spurningu sem hún fær um þjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu: Hvaða æfingum ætti að sleppa á meðgöngu og fyrst eftir fæðingu?

  „Einfalt svar er að sleppa öllum æfingum sem setja mikið álag á kvið og niður í grindarbotn og á grindina. Það geta verið hlaup, hopp, æfingar með miklar þyngdir og hefðbundnar kviðæfingar.

  Markmiðið ætti alltaf að vera að finna fyrir virkni í grindarbotnsvöðvum og djúpvöðvum kviðs en það er hægt að æfa smám saman með réttri öndunartækni og stigvaxandi álagi.

  Það er nógu mikill þrýstingur að myndast á grindarbotn og kvið með vaxandi kríli í bumbunni að það er óþarfi að gera álagið á líkamann enn meira með æfingum og skynsamlegast að hvíla þær tímabundið á meðan að líkaminn er í þessu standi,“ segir Sigrún.

  Fylgstu með í næstu viku á mannlif.is, þá mun Sigrún svara annarri spurningu sem hún fær reglulega í tengslum við þjálfun á meðgöngu og þjálfun eftir fæðingu.

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is