Hvenær er best að æfa?

Deila

- Auglýsing -

Reglulega koma fram nýjar upplýsingar um hvernig best sé að rækta heilsuna sem eru síðan bornar til baka skömmu síðar. Það er ekki langt síðan því var haldið fram að langbesti tíminn til að æfa væri snemma á morgnana þegar líkaminn væri óþreyttur. Ekki leið á löngu þar til því var mótmælt og okkur sagt að engu skipti hvenær dagsins menn hreyfðu sig svo lengi sem þeir gerðu það. Nýlega komu fram nýjar upplýsingar sem benda til að kannski séu morgnarnir bestir eftir allt saman.

Stærsti þröskuldurinn að yfirstíga á leiðinni að því að koma sér uppp reglulegri æfingarútínu og kvika aldrei frá henni er hugarfarið. Flestir segja að erfiðast sé að koma sér í ræktina eða af stað út að hlaupa. Að vakna einum til tveimur tímum fyrr á morgnana til að geta æft er ekki allra tebolli ef svo má segja. Margir eru tilbúnir að fórna ansi miklu til þess að geta sofið bara tíu mínútum lengur á morgnana. En þá kemur á móti að finna orku til að fara í líkamsrækt eftir langan og strangan dag í vinnunni. Nú og svo þarf auðvitað að fara og sækja börn, versla inn og snúast hitt og þetta. Að eiga þá eftir klukkutíma erfiða æfingu að auki er frekar niðurdrepandi.

 „Þó að morgunblundurinn sé ljúfur er samt svo afskaplega gott að vera búinn og geta bara haldið beint heim að vinnu lokinni. Það er líka möguleiki að taka stutt skokk eða hálftíma sund á morgnana, fara svo og lyfta í hádeginu í tuttugu til þrjátíu mínútur.“

Þó að morgunblundurinn sé ljúfur er samt svo afskaplega gott að vera búinn og geta bara haldið beint heim að vinnu lokinni. Það er líka möguleiki að taka stutt skokk eða hálftíma sund á morgnana, fara svo og lyfta í hádeginu í tuttugu til þrjátíu mínútur. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem æfa fyrri hluta dagsins eru líklegri til að halda rútínunni við lengur og þeir skrópa síður. Það er einnig rétt að fólk brennir meira fyrri hluta dagsins svo æfingin skilar meiri árangri hvað það varðar. Hlutfall testosteróns  í líkamanum er 30% hærra eftir endurnærandi hvíld nætursvefnsins og það eykur brennsluna til muna og einnig hæfni vöðvana til að stækka og styrkjast. Ef menn borða prótínríkan en léttan morgunmat eru kolvetnin einnig í lágmarki svo líkaminn er líklegri til að brenna fitu fremur en þeim. Allt mjög æskilegt til að ná hámarksárangri með æfingunum.

- Advertisement -

Athugasemdir