2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Hvernig menningarheimar blandast

  Amy Tan er meðal vinsælustu kvenrithöfunda Bandaríkjanna.

  Hún er dóttir kínverskra innflytjenda og bækur hennar snúast öðrum þræði um þá klemmu sem börn innflytjenda lenda í milli menningar foreldranna og eigin umhverfis. Hún byggir einnig á sögum móður sinnar af lífinu í Kína og samband mæðra og dætra hefur verið henni hugleikið.

  Amy Tan er dóttir kínverskra innflytjenda og bækur hennar snúast öðrum þræði um þá klemmu sem börn innflytjenda lenda í milli menningar foreldranna og eigin umhverfis.

  Amy fæddist í Oakland í Kaliforníu 19. febrúar 1955. Faðir hennar, John, var rafmagnsverkfræðingur og baptistaprestur en móðirin, Daisy, húsmóðir.

  Amy var aðeins fimmtán ára þegar eldri bróðir hennar og pabbi dóu með sex mánaða millibili báðir af völdum heilaæxlis. Daisy flutti þá með börnin sín tvö til Sviss og þar fékk Amy að heyra ævisögu hennar í fyrsta sinn. Um fyrra hjónaband hennar í Kína og börnin hennar fimm, soninn sem dó og hin fjögur sem urðu eftir í Shanghai þegar móðirin flúði.

  AUGLÝSING


  Þær mæðgur töluðust síðar ekki við í sex mánuði eftir að Amy hætti í háskólanum sem móðir hennar hafði valið fyrir hana og flutti til San Jose í Kaliforníu til að vera með kærasta sínum.

  Þær náðu þó saman aftur og Amy giftist kærastanum sem hún hitti á blindu stefnumóti. Amy greindist með Lyme-sjúkdóminn eftir að hafa gengið með hann í sex mánuði án þess að læknar áttuðu sig á hvað væri að en það varð til þess að hún þróaði með sér flogaveiki. Hún hefur hlotið ótal verðlaun fyrir bækur sínar en margir innflytjendur gagnrýna hana fyrir að sýna of einsleita og neikvæða mynd af kínverskri menningu.

  Hún hefur hlotið ótal verðlaun fyrir bækur sínar en margir innflytjendur gagnrýna hana fyrir að sýna of einsleita og neikvæða mynd af kínverskri menningu.

  Leikur hlæjandi láns

  The Joy Luck Club hlaut titilinn Leikur hlæjandi láns í íslensku þýðingunni. Þetta er fyrsta bók Amy og byggir að stórum hluta á sögu móður hennar. Hópur fullorðinna kínverskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa flust til Bandaríkjanna kemur saman til að spila Majohng. Dætur þeirra eiga erfitt með að skilja viðhorf mæðranna og kröfur þeirra til barna sinna. Þegar sögur mæðranna eru rifjaðar upp skýrist margt.

  Næstu tvær

  Kona eldhúsguðsins og Hundred Secret Senses voru næstu tvær. Hér eru kunnugleg þemu um valdaleysi kvenna í kínverskri menningu, mismunandi viðhorf ólíkra menningarumhverfa og hversu erfitt er að skilja alveg við fortíð sína. Báðar þessar bækur eru áhrifamiklar og spennandi.

  The Bonesetter’s Daugther

  Í þeirri nýjustu, Where the Past Begins, segir Amy frá hlutum sem hafa haft áhrif á skrif hennar.

  The Bonesetter’s Daugther fallar um Ruth Young sem er ung nútímakona á framabraut. Ruth býr í San Fransisco og það gerir móðir hennar LuLing líka. Dag nokkurn finnur Ruth tvö handrit í fórum móður sinnar. Annað ber titilinn, Það sem ég veit að er satt, en hitt, Það sem ég má ekki gleyma. Handritin eru skrifuð á kínversku sem Ruth skilur lítið í. Móðir hennar er haldin Alzheimers-sjúkdómnum og augljóst er að gamla konan er að berjast við að skrá það sem henni finnst skipta máli áður en hún verður alveg rugluð. Ruth ákveður að spyrja móður sína nánar út í fortíðina og í þetta sinn hlusta af áhuga á svörin.

  Þær nýjustu

  Nýlegar bækur Amy Tan eru Saving Fish from Drowning og The Valley of Amazement. Í þeirri fyrri fjallar hún bandaríska ferðamenn á ferð um Kína og hvernig landið kemur þeim fyrir sjónir. The Valley of Amazement er hins vegar saga Violet sem elst upp í fínu vændishúsi í Sanghai. Móðir hennar Lulu rekur húsið en Violet veit ekki hver faðir hennar er. Í þeirri allra nýjustu, Where the Past Begins, segir Amy síðan frá ýmsum hlutum sem hafa haft áhrif á skrif hennar.

  Höfundur / Steingerður Steinarsdóttir
  Aðalmynd / Atriði úr kvikmyndinni The Joy Luck Club sem byggir á bók Amy Tan.

  Lestu meira

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is