• Orðrómur

Hvetur fólk til að vanda valið og versla íslenska hönnun – „Hættum að kaupa einnota hluti“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Halldóra Sif Guðlaugsdóttir, hönnuðurinn á bak við fylgihlutamerkið Sif Benedicta, hvetur fólk til að vanda valið þegar kemur að fötum og aukahlutum og sniðganga fjöldaframleidda og einnota hluti. Hún mun taka vel á móti gestum á gangandi á vinnustofu sína frá sunnudegi til fimmtudags.

Halldóra mun opna dyr vinnustofu sinnar fyrir gestum og gangandi dagana 29. nóvember til 3. desember. Þá verður hægt að gera góð kaup á vönduðum fylgihlutum frá Sif Benedicta á svokallaðri „sample sale“.

„Þarna gefst tískuunnendum tækifæri til þess versla sýningareintök, prufur, prótótýpur og framleiðsluvörur á lægra verði,“ segir Halldóra í samtali við Vikuna.

- Auglýsing -

Spurð nánar út í hvað verði hægt að kaupa á vinnustofunni á meðan hún er opin segir Halldóra: „Það verður hægt að fá eldri vörur á allt að 70% afslætti. Til dæmis rauðar og svartar leðurtöskur sem eru handgerðar á Ítalíu, einnig ýmsa gullmola sem fóru ekki í framleiðslu því varan var of dýr. Svo verða nýjar vörur á 20% afslætti, til dæmis ómótstæðilega Box Bag og Box Necklace verður á 50% afslætti. Einnig verða dásamlegar silkislæður sem eru framleiddar á Ítalíu fáanlegar á 70 % afslætti,“ tekur Halldóra sem dæmi.

Mynd / Hallur Karlsson

Íslensk hönnun er góð gjöf

- Auglýsing -

Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja gera góð kaup á íslenskri hönnun, jafnvel kaupa jólagjafir fyrir tískuunnandann í lífi sínu. „Þetta er auðvitað frábær gjöf fyrir eiginkonuna, kærustuna eða góða vinkonu. Það sem er svo skemmtilegt er að við framleiðum ekki mikið af hverju eintaki. Eins og hálsmenin – hvert hálsmen er einstakt því enginn hlekkur er alveg eins á litinn,“ segir Halldóra sem hvetur fólk til að velja íslenska hönnun.

Keðjan á Box Necklace er handgerð úr endurunnum hornum á Ítalíu í litlu fjölskyldufyrirtæki. Boxið er gert úr plexigleri í Líbanon. Halldóra setur hálsmenið svo saman á Íslandi. Mynd Hallur Karlsson

Halldóra tekur þátt í vitundarvakningunni #íslenskflík sem Fatahönnunarfélag Íslands hleypti af stað í sumar, í tengslum við HönnunarMars. Markmið verkefnisins #íslenskflík er að varpa ljósi á það íslenskt hugvit og hönnun.

- Auglýsing -

Aðspurð hvort henni finnist fólk almennt vera nógu duglegt að kynna sér og kaupa íslenska hönnun segir Halldóra: „Ég á mína fastakúnna sem fylgjast með því sem ég er að gera en það mætti alveg vera meira um að það að fólk styðji við íslenska hönnuði svo við getum stækkað, alla vega haldið lífi.“

Hún segir Íslendinga mega taka Dani sér til fyrirmyndar. „Það hefur verið magnað fylgjast með hvað danska ríkið hefur stutt vel við danska hönnuði. Danir eru mjög framarlega í allri hönnun, þetta á við um arkitektúr, vöruhönnun og fatahönnun. Þeirra helsta útflutningsvara er hönnunarvara.

„Það væri nú eitthvað ef hönnunariðnaðurinn væri metin eins og ferða- og sjávariðnaðurinn.“

Það væri gaman ef íslensk hönnun fengi meira fjármagn til þess að stækka, bæði hérlendis og erlendis. Það væri nú eitthvað ef hönnunariðnaðurinn væri metin eins og ferða- og sjávariðnaðurinn. Núna er ferðaiðnaðurinn á hliðinni og lundabúðirnar farnar þannig að kannski er hægt að byggja Laugaveginn aftur upp með íslenska hönnun í aðalhlutverki í stað fjöldaframleiddra lundabangsa sem eru búnir til í Kína, fluttir hingað til lands svo að Kínverjar geti tekið þá aftur heim.“

Eina rétta í stöðunni að velja „slow fashion“

Halldóra segir vonlaust fyrir sig og aðra íslenska hönnuði að ætla að keppa við stórar verslunarkeðjur sem framleiða hræódýran varning í tonnatali, oft í verksmiðjum þar sem starfsfólk vinnur við óviðunandi aðstæður. Hún hvetur fólk til að vanda valið og kaupa frekar færri hluti og vandaðri, sporna þannig gegn offramleiðslu og sóun.

„…hættum að kaupa eitthvað sem við notum einu sinni og viljum svo ekki sjá aftur.“

„Það er erfitt fyrir mig að ætla að keppa við svokallaða „fast fashion“-fjöldaframleiðslu, þar sem varningurinn er framleiddur í verksmiðjum í Kína eða í öðrum löndum þar sem skilyrði eru oft ekki nægilega góð,“ segir Halldóra og tekur keðjur á borð við H&M og Zöru sem dæmi. „Ég vel sjálf „slow fashion“, mér finnst það vera eina rétta í stöðunni í dag. Heimurinn er stútfullur af dóti og allir eiga of mikið af öllu. Veljum frekar fáa og einstaka hluti sem gleðja okkur. Vöndum valið og hættum að kaupa einnota hluti.“

Halldóra hvetur áhugasama að kíkja á vinnustofuna sína dagana 29. nóvember til 3. desember. Vinnustofa Sif Benedicta er á 2. hæð á Hverfisgötu 115. „Ef þið komist ekki á þessum tíma getið þið líka haft samband og pantað tíma.“ Nánari upplýsingar á vefnum www.sifbenedicta.com, þar verður einnig hægt að gera góð kaup í gegnum vefverslunina.

Hönnun Halldóru hefur vakið athygli erlendis og fengið umfjöllun í tímaritum á borð við breska Vogue og danska Elle. „Það er auðvitað frábær heiður að fá svona klapp á bakið og jákvæð viðbrögð, það hvetur mann til þess að halda áfram að gera skapandi hluti.“

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -