2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Í þriggja ára baráttu við fordóma heilbrigðiskerfisins

  Eva Ásrún Albertsdóttir hefur aldrei verið hrædd við að taka u-beygjur í lífinu, hefur starfað lengi sem ljósmóðir, verið þáttastjórnandi í útvarpi og sjónvarpi, rekstrarstjóri Jarðbaðanna við Mývatn auk þess að vera vinsæl söngkona og er nú, rúmlega sextug, að ljúka mastersnámi sem RIM-leiðbeinandi. Þessi síðasta kúvending er afleiðing af alvarlegum veikindum sonar hennar sem stóðu yfir í þrjú ár og mættu fordómum innan heilbrigðiskerfisins. Þá sögu segir Eva Ásrún í nýútkominni bók, Women Who Rise, þar sem þrjátíu konur víða að úr heiminum segja reynslusögur af atburðum sem breyttu lífi þeirra til hins betra.

  „Ég hef aldrei verið hrædd við að takast á við áskoranir og fara út fyrir þægindaramman, sem er svo skemmtilegt vegna þess að maður býr mjög vel að því,“ segir hún. „Ég á fimm syni og það sem gerðist var að árið 2015 veiktist miðsonur minn, sem þá var tvítugur, alvarlega. Hann hafði alltaf verið hraustur, er afreksmaður í íþróttum, var í toppformi líkamlega og algjör nagli. Flottur og kraftmikill ungur maður. Eitt kvöldið var hann að fara að sofa og kallaði í mig að eitthvað væri að. Ég fór með hann upp á bráðamóttöku með blóðþrýsting sem var lífshættulega hár. Þar héldu læknarnir fyrst að hann væri með flysjun á ósæð, sem reyndist síðan ekki vera, en allt í einu stóð ég þarna yfir drengnum mínum um miðja nótt og hélt að ég væri að missa hann.“

  „Ég lenti þarna strax í baráttu þar sem við upplifðum fordóma innan heilbrigðiskerfisins.“

  Þetta segir Eva Ásrún í áhrifamiklu forsíðuviðtali við Vikuna. Hún upplifði mikla fordóma innan heilbrigðiskerfisins, frá starfstéttum sem hún tilheyrir sjálf.

  „Engin sjúkdómsgreining fékkst og þetta var bara algjör martröð. Sonur minn fékk þessi hræðilegu verkjaköst sem stóðu upp undir fimm tíma og engin lyf virkuðu á og á endanum þurfti að flytja hann inn á gjörgæslu og svæfa hann. Ég lenti þarna strax í baráttu þar sem við upplifðum fordóma innan heilbrigðiskerfisins.“

  AUGLÝSING


  Auk Evu Ásrúnar eru í blaðinu viðtöl við Jóhann Ludwig Torfason um fyrirtæki hans Hjarta Reykjavíkur, Ingva Kormáksson um tónlist og glæpasagnaskrif og Emblu Sigurgeirsdóttur keramikhönnuð um glæsilegar vörur hennar.

  Sagt er frá óvenjulega þeldökkum konum sem slegið hafa í gegn í tískuheiminum, fjallað um gróður og garða, klaufalega krimma og margt fleira. Vikan er alltaf fjölbreytt og spennandi.

  Kaupa blað í vefverslun

  Myndir / Hallur Karlsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is