2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Ilmolíur og mismunandi notkunarmöguleikar þeirra

  Skynfærin hafa mikil áhrif á líðan okkar og góð tónlist, ilmurinn af gróðri úti í náttúrunni eða bragðið af góðum mat vekur sterka ánægjutilfinningu, góðar minningar eða gefur okkur orku til að takast á við nýjan dag. Þetta má notfæra sér á margvíslegan máta meðal annars geta ilmolíur skapað einmitt þann andblæ sem við sækjumst eftir og elft vellíðan.

   

  Ilmolíur eru unnar úr blómum, trjám og öðrum jurtum. Blómasafinn eða barkarsafinn er þéttur þar til eins konar kjarni eða „essence“ situr eftir og ilmur jurtarinnar nýtur sín til fulls.Hver olía hefur sinn sérstaka ilm sem hefur ákveðna verkan. Þannig verka sumar róandi og slakandi meðan aðrar fríska og örva.

  Ilmolíur eru vinsæl ástalyf enda löngu þekkt hve lyktarskynið er mikilvægt til kynörvunar. Meðal þeirra blómaolía sem verka kynörvandi er rósaolía. Kannski er ekki að ófyrirsynju að rósir hafa öldum saman verið tengdar rómantík, erótík og ástum. Karlar sem gefa rósir hafa því hitt naglann á höfðuðið og uppskera sennilega margir eins og til er sáð.

  Ilmolíur eru unnar úr blómum, trjám og öðrum jurtum.

  AUGLÝSING


  Ilmolíur eru aðallega notaðar í bað, til að bera á líkamann eða á ákveðna næma bletti. Einnig má fá nuddolíur blandaðar ilmolíum og þá jafnt til að hressa og fríska, slaka og róa eða til að auka unað ástalífsins. Ilmolíur hafa einnig stundum verið notaðar á þann hátt að olíunni er hellt í skál og hún hituð; kerti gjarnan haft undir skálinni.

  Til eru sérstakar skálar ætlaðar til þessara nota. Ilmurinn stígur upp þegar skálin hitnar og sá sem ilmolíumeðferðarinnar nýtur liggur og andar að sér gufunum. Það má einnig setja nokkra dropa af hreinni olíu í skál með sjóðheitu vatni og anda að sér gufunum. Þá er best að setja handklæði yfir skálina til að ná til sín gufunni í eins þéttu formi og hægt er.

  Það er mikilvægt að muna, þegar ilmolíumeðferðar er notið, að ilmurinn er fljótur að dofna og til að halda honum sterkum sem lengst er ráð að loka að sér, draga sturtuhengi vel fyrir baðið eða sturtuna og loka gluggum og dyrum. Þegar ilmolíur eru notaðar í bað eykst gagnsemin því hún felst þá jafnt í því að anda að sér ilminum og að taka olíuna inn um húðina.

  Mismunandi notkunarmöguleikar

  Ilmolíurnar má einnig setja í bómullarhnoðra á ofn en hitinn eykur lyktina sem berst um íbúðina og veitir íbúum hugarró, orku og gleði. Hreinar ilmolíur má svo blanda í vatn, setja í úðabrúsa og sprauta víða um íbúðina til að fá híbýlailm sem einnig er líknandi og gefandi.

  Ilmolíumeðferð er notuð við þunglyndi og streitu, til að örva  og fríska eða til að slaka á vöðvum sem eru spenntir vegna vöðvabólgu eða gigtarvandamála. Einnig eru til bólgu- og bakteríudrepandi ilmolíur, ilmolíur sem hreinsa húð og draga úr unglingabólum. Ilmolíur eru góðar við einbeitingarskorti, svefnleysi fyrirtíðarspennu, bakverkjum, hálsbólgu, kvefi og sveppasýkingum.

  Hreinar ilmolíur má t.d. blanda í vatn, setja í úðabrúsa og sprauta víða um heimilið.

  Ilmolíum er oft blandað saman en ekki þykir æskilegt að nota fleiri en tvær eða þrjár saman í senn. Olíurnar eru mjög sterkar og því oftast nær blandaðar öðrum olíum áður en þær eru bornar á líkamann.

  Nokkrar jurtir og virkni ilmolía þeirra:

  Ylang ylang er slakandi og hjálpar gegn streitu- og kvíðatengdum vandamálum.

  Jasmína er slakandi, einkum góð við þunglyndi og er kynörvandi.

  Rós örvar tilfinningarnar og vekur unaðskennd, vinnur einnig gegn ennisholubólgum, blóðrásarvandamálum, svefnleysi, fyrirtíðarspennu og fl..

  Lofnarblóm róar og slakar, gagnast við höfuðverk og öðrum verkjum, góð á sár og marbletti, við sýkingum, skordýrabiti og fl..

  Kamilla er róandi og góð fyrir þurra húð, við fyrirtíðarspennu, tíðaverkjum, meltingartruflunum, ofnæmi, heymæði, gelgjubólum og exemi.

  Frankincense hefur hlýjan, róandi ilm og er verkjastillandi og gott við bakverkjum.

  Bergamot (tré af sítrónuætt) er frískandi og örvandi, vinnur gegn þynglyndi og örvar blóðrásina.

  Rósmarín örvar skynfærin og eykur einbeitingarhæfileikann, vinnur gegn gleymsku og  andlegri þreytu, góð við öndunarfæravandamálum, verkjum eftir erfiði, harðsperrum og einnig gott við feitu hári.

  Sandalviður er sýklaeyðandi og virkar á þurra og sprungna húð, góður við gelgjubólum, virkar vel við íhugun og er kynörvandi.

  Mánabrúður er lítillega herpandi og góð á sár, við sveppasýkingum, sem skordýrafæla, góð við húðvandamálum, exemi og marblettum, er lítillega þvagörvandi, góð gegn vökvasöfnun, og einnig við geðdeyfð eða depurð.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is