• Orðrómur

Íris Tanja: „Þetta flakk gerði það líka að verkum að ég á í rauninni enga æskuvini“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Leikkonan Íris Tanja Flygenring, sem fer með burðarhlutverk í þáttunum Kötlu, sem verða teknir í sýningu á Netflix 17. júní, segist alla tíð hafa verið fljót að læra hvernig hún ætti að haga sér í ákveðnum aðstæðum enda skipti hún sjö sinnum um grunnskóla í æsku og þar af voru tveir í Bandaríkjunum. Ef til vill hafi þetta verið fyrsta þjálfunin í því að verða leikkona, þótt Íris segist ekki vita hversu gott það hafi endilega verið. Margt hafi reynt á í þessum aðstæðum og hlutirnir hefðu ekki þurft að vera svona erfiðir.

Íris segist aldrei hafa verið greind með athyglisbrest en hún geti þó lagt tvo og tvo saman og sagt sér að hún sé með slíkan brest. Aðspurð hvort það hafi aldrei komið til skoðunar í grunnskóla svarar Íris Tanja að hún hafi verið með góða aðlögunarhæfni og verið duglegur námsmaður en hún hafi þó þurft að leggja meira á sig en nauðsynlegt hefði þurft að vera. „Ég skipti sjö sinnum um grunnskóla og ég var í tveimur skólum í Bandaríkjunum á eins árs tímabili þegar ég bjó þar með foreldrum mínum. Ég hef stundum hugsað til baka og held að ég hafi þróað með mér frekar góða hæfni í alls konar. Ég er mjög góð í íslensku og ensku og hef alltaf elskað að lesa bækur. En ég held að þetta hefði ekki verið svona mikil vinna fyrir mig ef ég hefði verið í einum skóla. Þetta hefði ekki þurft að vera svona erfitt, eins og þetta var,“ segir hún og þagnar um stund.

„Auðvitað tekur það á mann að skipta svona oft um skóla,“ heldur hún áfram, „að vera alltaf að byrja á nýjum stað og kynnast nýju fólki. Ég var samt rosalega fljót að koma mér inn í aðstæður og læra hvernig ég hagaði mér í ákveðnum aðstæðum. Ég þróaði alla vega með mér gríðarlega mikla félagshæfni. Kannski var þetta fyrsta þjálfunin í því að verða leikkona, ég veit nú samt ekki hversu gott það er. […] Þetta flakk gerði það líka að verkum að ég á í rauninni enga æskuvini.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -