• Orðrómur

„Jarðskjálftar, COVID og sóttkví reyndu að stöðva okkur, en tókst ekki“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Anna Margrét Einarsdóttir og Hörður Harðarson höfðu nokkrum sinnum stefnt á að gifta sig en þegar plönin brugðust í þriðja sinn voru þau lögð til hliðar. Það var svo í miðjum heimsfaraldri sem Anna Margrét fékk þá hugmynd að þau gætu gift sig sex dögum síðar, enda enginn að fara eitt eða neitt og þeirra nánustu gætu verið viðstaddir. Á tímabili fannst þeim líta út fyrir að almættið væri að prófa þau rækilega þegar jarðskjálftar, COVID og sóttkví urðu í vegi þeirra en að þessu sinni náði ekkert að stoppa þau og þau gengu í það heilaga 20. október á síðasta ári.

Blaðamaður hefur á orði að það kannski virki ekkert ferlega flókið að halda lítið brúðkaup á meðan lífið er frekar einfalt í þessu COVID-ástandi en það geti samt líka verið mjög flókið. Til dæmis geti fólk skyndilega lent í sóttkví. Anna Margrét segir hlæjandi að það mætti einmitt segja sem svo að almættið hafi hent í þau Hörð öllum mögulegu áskorunum á leiðinni í átt að brúðkaupinu. „Kannski var verið að athuga hvort við værum örugglega tilbúin til að taka þetta skref. Jarðskjálftar, COVID og sóttkví reyndu að stöðva okkur, en tókst ekki. Skipulagið gekk vel frá fimmtudegi fram á laugardag en þá fóru að renna á okkur tvær grímur. Vinkona mín sem ætlaði að farða mig veiktist á laugardeginum. Á mánudeginum, daginn fyrir brúðkaupið, lenti kokkurinn, sem ætlaði að sjá um veisluna, í sóttkví og það tók okkur allan mánudaginn að redda nýjum kokki. Sama kvöld bárust svo þau leiðinlegu tíðindi frá skóla yngsta sonar okkar að hann væri kominn í úrvinnslusóttkví og það þýddi að við værum öll komin í úrvinnslusóttkví. Við héldum nú að það væri eitthvert smámál en morguninn eftir, á sjálfan brúðkaupsdaginn, áttuðum við okkur á því að sú sóttkví væri eins og þessi venjulega og því mættum við ekki bjóða neinum heim.“

Lestu viðtalið við Önnu Margréti og Hörð í heild sinni í ægifögru brúðkaupsblaði Vikunnar. Vikan kemur út alla fimmtudaga og fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

- Auglýsing -

Forsíðukonan okkar er í brúðarkjól frá Brúðarkjólar Eyrún Birna.

Hanna Þóra Helgadóttir, rithöfundur, framkvæmdastjóri, viðskiptafræðingur og snyrtifræðingur, gaf í fyrra út bókina Ketó – Uppskriftir –Hugmyndir – Skipulag. Hanna Þóra breytti um mataræði í lok árs 2019 og fór alfarið yfir í ketó, en fram að því var hún að bugast vegna orku- og blóðleysis. Hanna Þóra gefur uppskriftir og góð ráð á heimasíðu sinni hannathora.is. Við fengum Hönnu Þóru til að útbúa nokkra ljúffenga rétti fyrir lesendur.

Bjarni Snæbjörnsson leikari hefur oft tekið að sér veislustjórn bæði fyrir fólk sem hann þekkir og ókunnuga. Hann gefur okkur innsýn í starf veislustjórans.

- Auglýsing -

Elva Hrund Ágústsdóttir, innanhússráðgjafi og stílisti, hefur gott auga þegar kemur að því að skreyta veisluborð. Elva starfaði sem blaðamaður á Húsum og híbýlum og tekur að sér veisluskreytingar við öll tækifæri, jafnt brúðkaupsveislur sem aðrar. Við fengum Elvu til að útfæra veisluborð fyrir brúðkaup, sem má útfæra fyrir hvaða tilefni sem er – stór sem smá.

Tískuþáttur með brúðarkjólum, umfjöllun um brúðarförðun og hárgreiðslur, og ótal fleiri góð ráð, hugmyndir og fræðsla fyrir stóra daginn og undirbúninginn má finna í Brúðakaupsblaðinu. Forsíðukonan okkar er í brúðarkjól frá Brúðarkjólar Eyrún Birna.

Sigrún Nikulásdóttir, framkvæmdastjóri New Moments, hefur langa reynslu af að skipuleggja viðburði og skemmta fólki. Hún kann öðrum fremur að skapa andrúmsloft og gleðja gesti sína. Við leituðum til hennar eftir góðum ráðum og hugmyndum þegar kemur að því að sjá til þess að allir fari glaðir heim úr veislunni.

- Auglýsing -

Þegar Alina Vilhjálmsdóttir gifti sig fann hún fyrir því að ekki væri nóg til á Íslandi af vörum sem gerðu veisluna persónulega og sérstæða. Hún setti þess vegna á stofn fyrirtækið Andartakið, og hefur síðan veitt brúðhjónum persónulega þjónustu og aðstoðað þau við að skapa lifandi minningar. Alina sérhæfir sig í boðskortum og öðrum pappírsvörum fyrir brúðkaup.

Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur og teiknari,  og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor, sitja fyrir svörum í tveimur ólíkum efnisþáttum.

Í Vikunni er falleg uppskrift að barnateppi frá Prjónafjelaginu.

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, kynlífspistil Veru, krossgátan, orðaleit, Sudoku og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Snautlegasta framboðið

Sjálfstæðismenn hafda nú kynnt lista sinn í Norðvesturkjördæmi þar sem bændahöfðinginn og þingmaðurinn, Haraldur Benediktsson, situr í...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -