• Orðrómur

Jóhanna opnar Vorflug á veirutímum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vorflug á veirutímum er yfirskrift sýningar Jóhönnu V. Þórhallsdóttur myndlistar- og söngkonu. Sýningin opnar sunnudaginn 18. apríl í Gallerí Göngum við Háteigskirkju. Opnunin verður klukkan 14-17 og verða allar sóttvarnarreglur virtar. Á opnuninni verður boðið upp á léttar veitingar og eru allir hjartanlega velkomnir.

Jóhanna er mikil vorkona, fædd í hrútsmerkinu og á einmitt afmæli á opnunardaginn. Tónlistin leikur stórt hlutverk þegar hún málar og þessi verk eru mörg, til að mynda unnin við margs konar tónlist, bæði jazz og klassík. Sýningin er sjöunda einkasýning Jóhönnu hér á landi, en síðast tók hún þátt í samsýningu í Bad Reichenhall í suður Þýskalandi. Jóhanna lauk meistaranámi hjá prófessor Heribert Ottersbach í Þýskalandi í nóvember árið 2019. Áður hefur Jóhanna lokið námi hjá Markúsi Lüpertz í Þýskalandi að afloknu námi hér heima. Jóhanna hefur stjórnað sýningum í Gallerí Göngum frá árinu 2018. Sýningin er opin á virkum dögum milli klukkan 10-16 og um helgar eftir samkomulagi og verður það auglýst sérstaklega á Facebook og á heimasíðu Háteigskirkju.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum....

Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Gríma Björg Thor­ar­en­sen, inn­an­húss­hönnuður, og Skúli Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóri WOW Air, eiga von á barni í september.„Litli...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -