Sunnudagur 5. febrúar, 2023
5.8 C
Reykjavik

Jólamyndir úr ýmsum áttum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að skella jólamynd í tækið að minnsta kosti einu sinni á aðventunni. Misjafnt er hverslags myndir verða fyrir valinu, sígildar myndir, gamanmyndir, drama, ævintýri nú eða eða bara hasarmynd. Hér eru dæmi um nokkrar góðar.

Stone-fjölskyldunni líst ekkert á unnustu Everetts.

Sígildar og svarthvítar
Ekkert jafnast á við svarthvítu Hollywood-myndirnar til að ná allri fjölskyldunni saman. Kynslóðirnar saman í jólafíling fyrir framan sjónvarpið: amma og afi, mamma og pabbi og börnin.

Ein klassísk er Holiday Inn sem skartar hvorki meira né minna en tveimur stórstjörnum þessa tíma, Bing Crosby og Fred Astaire, og í henni heyrðist vinsæla jólalagið White Christmas fyrst.

Aðrar sígildar jólamyndir eru: It’s a Wonderful Life, White Christmas og Miracle on 34th Street.

Hlegið og grátið
Sumir vilja horfa á gott fjölskyldudrama um jólin. Aðrir grín. Family Stone er hæfileg blanda af hvorutveggja en þar fylgjumst við með hrakfarajólum Stone-fjölskyldunnar. Elsti sonurinn, Everett, hefur boðið kærustu sinni, Meredith, heim um jólin með það fyrir augum að biðja hennar yfir hátíðarnar með glæsilegum hring. Hún passar þó engan veginn inn í fjölskylduna svo eftir því sem líður á hátíðina renna tvær grímur á Everett og hann er ekki viss hvort hann vilji enn þá giftast Meredith. Af öðrumhrakfara-jólamyndum má nefna Home for the Holidays og National Lampoons Christmas Vacation.

Hasar yfir hátíðarnar
Jóóóóla hvað? Það koma tímar í desember þar sem maður fær alveg nóg af öllu jólastússinu og þá er gott ráð að skella góðri hasarmynd í tækið. Merkilegt nokk eru til þó nokkrar spennumyndir sem gerast á jólunum og hetjurnar þurfa oftar en ekki að bjarga öllu áður en jólabjöllurnar hringja inn hátíðina. Ein þekktasta hasarhetja seinni ára er líklega John McClane úr Die Hard-myndunum og í fyrstu myndinni þarf hann að bjarga jólunum úr klóm fégráð­ ugra hryðjuverkamanna.

Aðrar góðar spennumyndir sem gerast um jólin eru: Lethal Weapon, Kiss Kiss Bang Bang og Batman Returns.

- Auglýsing -

Höfundur: Hildur Friðriksdóttir

Aðalmynd: Bing Crosby og Fred Astaire ásamt Marjorie Reynolds í Holiday Inn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -