2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Jólasiðir um allan heim

  Sinn er siður í landi hverju og það á sannarlega við um jólin.

  Hið sígræna greni aðventukransins táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn táknar eilífðina.

  Gjöf fyrir Jesúbarnið
  Jólarós eða gjöfin fyrir Jesúbarnið, sem á rætur að rekja til, Mexíkó hefur lengi verið talin eitt tákn jólanna víða um heim.
  Sagan segir að fátækur drengur sem hafi ekki átt neitt til að gefa Jesúbarninu hafi gripið einhverja plöntu sem óx við veginn. Plantan hafi svo blómstrað með rauðu blómi þegar hann hafi fært Jesúbarninu hana við jötuna.

  Tákn eilífðar
  Aðventukransinn byggist á norðurevrópskri hefð sem Austurríkismenn hafa viljað eigna sér. Hið sígræna greni táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn táknar eilífðina. Fyrsta kertið nefnist spádómakertið og minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskertið. Þar er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirðakertið en snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið og minnir okkur á þá sem báru mannheimi fregnirnar.

  Þjóðverjar nota oft kerti og piparkökukarla á trén.

  AUGLÝSING


  Kökur úr ævintýrinu um Hans og Grétu
  Kaþólskir munkar bökuðu piparkökur fyrir sérstakar trúarhátíðir og voru kökurnar formaðar sem dýrlingar og eftir trúarlegum táknum.

  Hefðin á bak við piparkökuhúsin eru svo talin upprunnin frá Þýskalandi, nánar tiltekið úr Grimms ævintýrinu um Hans og Grétu sem kom út í byrjun 19. aldarinnar og sagði frá systkinunum sem skilin voru eftir í skóginum til að deyja úr sulti en fundu þá kökuhús fagurlega skreytt sælgæti. Þó má geta sér til um að Grimms bræður hafi sótt hugmyndina í eitthvað sem þeir þekktu áður.

  Skemmtilega ólíkir jólasiðir
  Leirolíulampar eru týpískt jólaskraut á Indlandi. Svíar skreyta heimilið með fígúrum og dýrum úr stráum. Í Nígeríu er mikið notað jólaskraut sem unnið er úr pálmatrésblöðum. Englar eru mjög áberandi í skreytingum í Venesúela. Pólsk jólatré eru skreytt með gljáandi eplum, hnetum, kertum og súkkulaðifígúrum innpökkuðum í silfurpappír. Þjóðverjar nota oft kerti og piparkökukarla á trén. Í Brasilíu notast landsmenn við bómullarhnoðra til að líkja eftir snjó þegar þeir skreyta tréð. Hinn kristni minnihluti í Japan skreytir jólatrén sín vanalega með litríkum og vönduðum origami-pappírsfuglum og -dýrum. Filippseyingar skella jólasveininum á topp trésins í stað jólastjörnu.

   

   

   

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is