• Orðrómur

„Kannski hef ég hingað til verið að flýja Ísland og minningarnar hér“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Mér finnst ég búin að vera á 200 kílómetra hraða alla ævi en núna loksins hef ég getað hægt á mér,“ segir tónlistarkonan Gréta Karen Grétarsdóttir. Hún hefur verið búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum í nokkur ár en vegna heimsfaraldursins hefur hún dvalið á Íslandi að undanförnu og sér ekki fyrir sér að fara alveg strax út aftur þótt hún gæti það þar sem hún fékk COVID i vetur.

„COVID er auðvitað búið að vera hundleiðinlegt ástand og valda til dæmis því að fólk í mínum bransa hefur misst viðurværi sitt og svona og auðvitað er hræðilegt hversu margir hafa orðið veikir og dáið. Ég verð samt að segja að COVID hefur haft eitt jákvætt í för með sér. Það neyddi mig til að hægja á mér. Kannski hef ég hingað til verið að flýja Ísland og minningarnar hér en það er nú þannig að hvert sem maður fer tekur maður sjálfan sig með og ég hef alltaf bara keyrt sjálfa mig áfram, sama hvað. Ég hef aldrei gefið mér tíma til að staldra við og vinna úr málunum. En núna hef ég enga afsökun, maður neyðist bara til að vera kyrr.“

„Ég hef leitað að sjálfri mér í mörg ár og fattaði bara nýlega að ég hef alltaf verið hérna. Stundum sér maður ekki skóginn fyrir trjánum. Ef til vill hefur barnið í mér verið fast í að leika hlutverk fyrir aðra og ég þess vegna týnt sjálfri mér í því öllu saman. En ég hef lært af mörgum mistökum, enda líklega gert öll mistök í heimi,“ segir hún og hlær létt. „Ein lengi að læra. En það sem ég hef lært af þessari leit er: Stattu alltaf með sjálfri þér, hlustaðu á innsæið og gerðu það sem gerir þig hamingjusama, án þess að særa neinn. Vertu þú en ekki einhver sem allir aðrir vilja að þú sért.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -