• Orðrómur

„Kannski hefur bara vantað fleiri konur í þennan bissness“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Aðalheiður Jacobsen rekur og á fyrirtækið Netparta ehf. sem sérhæfir sig í umhverfisvænni endurvinnslu bifreiða. Árið 2020 hlaut fyrirtækið verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Þótt greinilegt sé að Aðalheiður njóti starfs síns í botn hefur hún marga bolta á lofti. Hún á fjögur börn og þrjú barnabörn, stundar hestamennsku og útiveru og hefur m.a. keppt í rallycross þar sem hún bar sigur úr býtum. Fyrir rúmum tveimur árum flutti Aðalheiður úr dreifbýlinu og inn á Selfoss. Hún segir það hafa tekið dálítinn tíma að venjast því að búa aftur svona inni í bæ.

Blaðamaður telur óhætt að segja að Aðalheiður hafi að mörgu leyti farið ótroðnar slóðir í lífinu. Þar á meðal með því að hella sér út í rekstur bílapartasölu, þar sem varla eru margar konur í þeim geira. „Nei, líklega er kona í bílapartasölu ekki beint sú ímynd sem flestir hafa. En það er gaman að eiga þátt í að breyta ímyndinni. Líka hvað það varðar að hér áður fyrr fór kannski ekki gott orð af bílapartasölum. Það hefur gjarnan loðað við þessa starfsgrein að hún sé tengd svokölluðu undirheimahagkerfi, með nótulausum viðskiptum og svo framvegis. Fólk keypti varahlutinn fyrir litla peninga og bar í raun ábyrgð á því hvort hluturinn virkaði eður ei. Ef hann virkaði ekki þá var tjónið bara manns eigið enda lítið hægt að gera þegar rekjanleikinn er enginn, maður veit ekki hvaðan hluturinn kemur, borgar með reiðufé og fær enga nótu eða neitt. Þannig eiga viðskipti ekki að vera. Kannski hefur bara vantað fleiri konur í þennan bissness,“ segir hún kímin.

Lestu skemmtilegt viðtal við Aðalheiði í Vikunni sem fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

- Auglýsing -

Myndir: Hákon Davíð Björnsson
Förðun: Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -