2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Karen er búin að hlaða og kjarnaofninn tilbúinn

  Karen fór frá því að vera í frekar lélegu líkamlegu formi yfir í að verða afrekskona í íþróttum. Eftir tvö alvarleg slys varð hún að endurskoða öll sín viðhorf. Nú er hún búin að finna jafnvægið og geislar af heilbrigði og hamingju.

  Karen er Íslandsmethafi í járnkarli og á að auki að baki glæsilegan keppnisferil í þríþraut. Hefur áhuginn á íþróttum alltaf fylgt henni? „Nei, saga mín er öðruvísi og það er kannski ástæða þess að ég er að kenna í dag og hrífst svo mjög af hjólreiðum,“ segir hún. „Ég hætti að stunda íþróttir þrettán eða fjórtán ára og hafði lítið hreyft mig í fimmtán eða sextán ár þegar ég byrjaði og fann mína hillu. Vendipunktur varð þegar ég einhverju sinni í partíi var að spjalla við góðan vin minn og hann sagðist vera búinn að skrá sig í þríþraut og spurði hvort ég vildi ekki koma með. Niðurlag sögunnar er að ég vaknaði morguninn eftir, þunn, ekki í góðu formi og með skyldur gagnvart tveimur börnum og ákvað að fara. Ég hef aldrei glímt við aukakíló en á þessum tímapunkti var ég ekki líkamlega vel á mig komin. Samt sagði ég við manninn minn í þessu ömurlega ástandi: „Ég ætla að fara í þessa þríþraut. Kemur þú ekki með?“ Ég fann bara að það vantaði X-factorinn í líf mitt.“

  Eflaust hefur verið jafnfreistandi fyrir Karen að velta sér á hina hliðina og halda áfram að sofa og það er fyrir okkur flest daginn eftir fjörugt samkvæmi. En eitthvað rak hana upp og af stað. „Já, ekki nóg með það því sama dag fór ég út í búð og keypti íþróttagræjur fyrir þríþrautarfólk. Maðurinn minn var í sjokki. Hann hélt að þetta væri bara fótanuddtækis-syndrome og vissi ekki hvað hafði gripið „gömluna“. Við vorum nýkomin úr námi og rétt farin að vinna þannig að við höfðum ekki of mikil fjárráð hvað þá til að standa í einhverju svona því þríþraut er auðvitað þrjár íþróttagreinar og -iðkendur þurfa skó, hjól, blautbúning, hjálm og fleira. Hann hugsaði með sér: Guð minn góður eftir sex vikur verður þetta æði búið.

  En þetta varð mín umbreyting og til þess að ég fór að setja sjálfa mig í fyrsta sæti, hreyfa mig og komast í form. Fólk varð mjög hissa því þetta er auðvitað tímafrekt og krefst mikillar ástundunar. Ég varð þess vegna að forgangsraða. Í stað þess að bæta æfingunum ofan á allt annað fór ég að velja vel í hvað ég varði tímanum. Minnkaði ýmsar aðrar skyldur. Mætti kannski í aðeins færri saumaklúbba eða eitthvað slíkt.

  Ættingjum, vinum og öðrum í kringum mig fannst þetta skrýtið. Ég var eiginlega ósynd. Hafði ekki meira á bak við mig en venjulegur íslenskur krakki úr skólasundi, komst yfir 25 m laug á skriðsundi. Þríþraut snýst um að maður syndi skriðsund svo þetta var verulega stórt skref út fyrir þægindaramann.“

  Og Karen náði sannarlega að skapa sér stórkostlegan feril. Frá árinu 2007 til 2011 er vart hægt að telja þau gull-, silfur- og bronsverðlaun sem hún hefur hampað í þríþrautarkeppnum svo mörg eru þau. Að auki tók hún þátt Ironman Austria í Klagenfurt í Austurríki og setti þar nýtt Íslandsmet kvenna og sló við karlametinu líka og hélt því meti í þrjú ár. Enn hefur engri konu tekist að slá henni við. Eftir tvö alvarleg slys var járnkerlingin var neydd til að endurhugsa hlutina  „Fyrir mig var það mikill lærdómur að uppgötva að hugurinn vinnur allt öðruvísi en líkaminn og ég þurfti að setja mörk.“

  AUGLÝSING


  Á ótrúlegan hátt tókst henni að ná heilsu aftur og kennir spinning tíma. Hún geislar af heilbrigði og er öllum er kynnast henni einstakur innblástur. Ýtarlegt viðtal við þessa órúlegu konu er að finna í nýjasa tölublaði Vikunnar.

  Myndir: Hallur Karlsson

  Förðun: Björg Alfreðsdóttir National Make Up Artist fyrir Yves Saint Laurent á Íslandi.

  Lestu meira

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is