• Orðrómur

Karlar sem drepa konur(nar sínar): Heimili algengasti morðvettvangurinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þrjár íslenskar konur hafa á innan við ári verið myrtar af hendi náins aðila. Ein þeirra var myrt af maka, önnur af fyrrum sambýlismanni og barnsföður og sú þriðja af hendi sonar. Tvær þeirra voru myrtar hér á landi og ein í Danmörku.

Í Málinu þessa vikuna tekur Vikan fyrir morð á konum á Íslandi frá 1971 til ársins í dag. Við förum yfir staðreyndir um málin og rifjum upp nokkur mál sem vöktu óhug meðal þjóðarinnar.

Í úttektinni kemur meðal annars fram að heimili kvenna eru algengasti morðvettvangurinn.

- Auglýsing -

Flestar kvennanna voru myrtar á heimili sínu, 20 þeirra, eða á föstum dvalarstað, þrjár þeirra. Af konunum 23 voru tíu þeirra búsettar í Reykjavík, ein í Mosfellsbæ, tvær í Kópavogi, tvær í Hafnarfirði, þrjár í Keflavík, ein í Sandgerði, ein á Akranesi, ein á Seyðisfirði, ein á Flateyri, ekki er getið um heimili einnar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Í einu málanna var lík konunnar flutt af heimili hennar, og þannig reynt að hylma yfir glæpinn, en lík hennar fannst mánuði síðar. Ein kvennanna fannst látin í bifreið sinni í Heiðmörk. Þá var ein þeirra var myrt á heimili vinafólks og önnur í húsi þar sem systir geranda bjó. Þrjár kvennanna voru myrtar á víðavangi, tvær á höfuðborgarsvæðinu og ein á Suðausturlandi.

Lestu umfjöllunina í heild sinni í nýjustu Vikunni sem fæst á næsta blaðsölustað eða komdu í áskrift.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Svandís fær Drífu til að móta þjónustu við þolendur heimilisofbeldis

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra hef­ur ákveðið að láta móta og inn­leiða sam­ræmt verklag fyr­ir heil­brigðis­stofn­an­ir vegna þjón­ustu við...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -