2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Konur brjóta upp formið

  Sköpunarþörfin er jafnrík í konum og körlum en langt frameftir öldum þótti ekki við hæfi að konur tjáðu sig í öllum greinum lista og alls ekki á sama hátt og karlar.

   

  Á fyrri hluta tuttugustu aldar var starfandi klíka framsækinna listamanna í Bandaríkjunum sem kenndir hafa verið við stefnuna abstrakt-expressjónisma. Fremstar í þeim flokki voru nokkrar áhugaverðar konur.

  Leiðandi á sínu sviði

  Lee Krasner in her studio in the barn, Springs, 1962, Photo by Hans Namuth. Lee Krasner Papers, Archives of American Art, Smithsonian Institution, Washington, D

  Lee Krassner fæddist árið 1908 í Brooklyn í New York. Konur voru ekki mjög áberandi i listaheiminum þegar hún var að alast upp og enn eimdi eftir af þeim viðhorfum að þær ættu ekki erindi í ákveðnar listgreinar. Hún hóf nám við nafntogaðann listaskóla Hans Hofmann og sagt er að hann hafi litið á málverk eftir hana og sagt: „Þetta er svo gott að engum dytti í hug að það  hefði verið unnið af konu.“  Allan sinn feril var Lee framsýn og frumleg í list sinni. Hún fylgdi stefnu sem kölluð hefur verið AbEx eða abstract expressjónismi. Hún barðist einnig hatrammlega gegn því að konur væru flokkaðar í aðra kassa en karlmenn og settar til hliðar í listalífinu. Þess vegna breytti hún nafni sínu úr Lenore í Lee árið 1940 til að tryggja að gagnrýnendur gætu síður áttað sig á að þar færi kona.

  AUGLÝSING


  Það var hún sem kynnti eiginmann sinn, Jackson Pollock, fyrir þeim hugmyndum sem síðar urðu grundvöllurinn að listsköpun hans. Hún hafði mikil áhrif á sköpun hans og lífsviðhorf en hann náði mun meiri frægði og vinsældum en hún. Árið 1983, ári áður en hún dó lifði hún það þó að haldin var yfirlitssýning á verkum hennar og gagnrýnendur skrifuðu yfir sig hrifinir eftir hana að kraftur skini af verkunum, bólgin formin og stórar sveiflur í pensildráttum væru heillandi og augljóst að hún hefði haft gífurleg áhrif á vinnu annarra abstract expressíónista.

  Vildi enga flokkun

  Elaine De Kooning var velþekkt í hópi abstract expressíonista í New York. Hún og eiginmaður hennar, Willem de Kooning voru leiðandi í hópnum og mótuðu stefnuna að mörgu leyti.

  Elaine skapaði sér sérstöðu með andlitsmyndum sínum en verk hennar báru samt öll einkenni hreyfingarinnar. Hún barðist einlæglega gegn því að konur í málarlist væru flokkaðar og afgreiddar á einfaldan hátt, enda taldi hún þær hafa jafnsterk einstaklingseinkenni og karlarnir. Þekktustu verk hennar eru seríurnar Andlitslausir menn en þar málar hún samferðamenn sína án andlitsdrátta.

  Elaine De Kooning var velþekkt í hópi abstract expressíonista í New York.

  Hún opnaði sína fyrstu einkasýningu með þeim seríu af Frank O’Hara, ljóðskáldi og gagnrýnanda, í Stable Gallery árið 1952.  Ákveðin sveiflukennd orka gegnsýrir verk hennar en þau eru bæði fjölbreytt og nefna má bæði landslagsmyndir, málverk innblásin af nautaati og hellamyndunum í Lascaux.

  „Ég vil að fólki finnist allt yfirborð málverksins vera á hreyfingu,“ sagðu hún um verk sín í viðtali en hún skrifaði lengi greinar um list og gagnrýni fyrir ARTNews. 

  Michelle Obama valdi verk hennar

  Alma Woodsley Thomas.

  Alma Woodsley Thomas var fædd í Georgíu-fylki elst fjögurra systkina. Hún var þeldökk og fjölskyldan fann á eigin skinni fyrir aðskilnaðarstefnu og hatri hvíta meirihlutans en þau flúðu að lokum til Washington þar sem börnin gengu í skóla.

  Alma var listrænt barn og sýndi mikla hæfileika en hörundslitur hennar kom í veg fyrir að hún færi í listaskóla. Hún lærði kennslu og kenndi til ársins 1921 er hún hóf listnám við Howard-háskóla. Eftir það varð ekki aftur snúið og hún helgaði sig málaralist. Hún er þekktust fyrir stór geómetrísk form í sterkum litum. Fyrstu verk hennar voru dæmigerð fyrir abstrakt expressjónísku-stefnuna en síðar lékk hún sér meira með form og stíl og verk hennar eru ákaflega fjölbreytt.

  Hún notar liti til að tjá tilfinningar og í mörgum verka hennar má finna mikinn sársauka sem flestir telja að megi rekja til þeirra kynþáttafordóma sem hún og aðrir af hennar kynslóð upplifðum. Michelle Obama fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna valdi verk eftir hana í Hvíta húsið þegar hún tók þar við búsforráðum og eitt þeirra hékk í íbúð þeirra Obama.

  Heilluð af djassi

  Joan Mitchell flutti árið 1950 til New York. Hún hafði þá nýlokið prófi frá Art Institute of Chicago og var varla lent í eplinu stóra þegar hún var orðin leiðandi í hópi „avant-garde“ listamanna og meðal fárra kvenna sem tilheyrðu The Club eða Artists Club í Greewich Village.

  Joan Mitchell

  Hún var einstaklega orðheppin og verk hennar einkenndust af ofgnótt lita, tákna og pensilfara sem stundum var líkt við ljóðlínur og í öðrum tilfellum einna líkast staccato-nótum. Hún varð fyrir miklum áhrifum frá samferðamönnum sínum ekki síður rithöfundum og tónlistarmönnum, nefna má að ljóðskáldið Frank O’Hara var náinn vinur hennar og hún var gersamlega heilluð af djassi.

  Til þess að njóta hans sem oftast og mest var hún fastagestur á the Cedar Street Tavern þar sem lifandi tónlist hljómaði á hverju kvöldi og þar naut hún einnig félagsskapar Miles Davis og Tennessee Williams.

  .

  Árið 1951 var Joan Mitchell valin ásamt örfáum öðrum konum til að sýna verk sín á sýningu sem kölluð var „Ninth Street Show”. Þessi sýning er nú orðin sögulega mikilvæg því hún varð til þess að festa abstrakt expressíónismann í sessi og þar mátti líta verk helstu forkólfa hennar og hugmyndasmiða. Þar á meðal Hans Hoffmann, Stephen Krasner og Jackson Pollock. Joan tilheyrði annarri kynslóð málara sem aðhylltust þessa stefnu ásamt Helen Frankenthaler og Grace Hartigan en þær þóttu færa nýjan og ferskan andblæ inn í þetta umhverfi eldri listamanna.

  Hún giftist bókaútgefandanum Barney Rosset og var því ein fárra kvenna í myndlist í sínum hópi sem ekki var gift málara.. Þau skildu en síðar tók Joan saman við Jean-Paul Riopelli málara og þau bjuggu saman til ársins 1979.

  Byrjaði sem fyrirsæta

  Mary Abbott byrjaði ferillinn sem fyrirsæta hjáVogue og Harper’s Bazaar. Hún sótti tíma í málaralist hjá Art Student League í New York og eftir að hún skildi við mann sinn árið 1946 settist hún að á tíunda stræti innan um flesta þeirra sem leiðandi voru í abstrakt expressjónistahreyfingunni um þær mundir.

  Mary Abbott

  Hún fékk inngöngu í listaskóla Roberts Motherwell en kennsla fór fram í stúdíói hans á áttunda stræti. Fljótlega var hún farin að mála risastór verk sem einkenndust af stórum grófum pensildráttum sem sameinuðust í þéttum svarmi fossandi lita. Hún sótti sér innblástur í árlegum ferðum sínum til Haítí og Jómfrúreyja.

  Aðferðir hennar og listsköpun var mótuð að hluta af kynnum hennar af Willem de Kooning en þau voru vinir meðan hann lifði. Hún hafði einnig sterk tengsl við bókmenntaheiminn og seint á sjötta áratug síðustu aldar fór hún að flétta texta inn í málverk sín í samstarfi við ljóðskáldið Barböru Guest. Hún er enn að og hefur lýst listsköpun sinni sem ljóðlist hins lifandi rýmis.

  Aðferðir Mary og listsköpun var mótuð að hluta af kynnum hennar af Willem de Kooning en þau voru vinir meðan hann lifði.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is