• Orðrómur

„Krabbamein hefur haft mikil áhrif á fjölskylduna“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sumir eru lengi að finna fjölina sína meðan aðrir vita snemma hvað þeir vilja gera í lífinu. Það er alltaf gaman að kynnast ungu fólki sem hefur ástríðu og metnað og veit hvað það vill. Hákon Orri Stefánsson er í þeim hópi. Hann er aðeins 14 ára gamall en hefur brennandi áhuga á tísku og fatahönnun. Hann hannaði á dögunum nýja línu unglingafatnaðar og hyggst ekki bara markaðssetja hana heldur einnig notfæra sér áhuga fólks á fötunum til að láta gott af sér leiða.

Fyrsta lína Wild Love er götufatnaður fyrir unglinga og Hákon Orri vildi að línan endurspeglaði persónu hans sjálfs og senda jákvæðan boðskap til heimsins. Auk þess eru þetta eru lífleg, þægileg og falleg föt. En hvers vegna að hanna föt? „Síðustu sex til sjö mánuði hef ég verið að endurselja notuð föt, gegnum samfélagsmiðla, það hefur gengið mjög vel,“ segir hann. „Ég hef mikinn áhuga á fatahönnun og þess vegna byrjaði ég með Wild Love Clothing sem ég er búinn að hanna síðustu tvo mánuði.“

 Hefur verið vel tekið

- Auglýsing -

Ætlar þú að læra fatahönnun? „Ég er að hugsa um það,“ segir hann en játar að áhugamálin séu mörg og allt geti gerst í framtíðinni.

Hver er hugmyndin að baki Wild Love-línunni? „Hugmyndin er fyrst og fremst að búa til föt sem allir geta klæðst og eru fersk. Ég sæki innblástur í „streetwear“-fatnað sem er mjög vinsæll meðal unglinga um allan heim,“ segir hann.

Hvernig hefur þessu framtaki svo verið tekið? „Þetta byrjar mjög vel en ég myndi pottþétt vilja fá meiri viðbrögð.“

- Auglýsing -

Það segir Hákon Orri ekki eingöngu vera vegna þess að hann vilji selja heldur líka til að ná að styrkja betur börn með krabbamein en hann hefur ákveðið að láta hluta ágóðans renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Hvers vegna ákvaðst þú að gefa hluta ágóðans til góðgerðamála? „Krabbamein hefur haft mikil áhrif á fjölskyldu mína og fólk í kringum mig, meðal annars kærastuna mína þegar hún var lítil og litla frænka mín, ofurhetjan Júlía Rut, er nýbúin að sigrast á krabbameini,“ segir hann. „Auk þess barðist systir pabba míns við krabbamein og hafði sigur og besti vinur pabba míns og konan hans eru núna í miðri sinni baráttu við sjúkdóminn. Þannig að krabbamein er allt í kringum mig. Þess vegna gef ég 10% af allri sölu til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.“

Varla ætlar þú að láta staðar numið hér. Er önnur lína væntanleg á markaðinn? „Já, ég er að vinna í næsta droppi sem kemur á þessu ári,“ segir hann.

Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Mjög góða og vonandi vex fyrirtækið mitt meira á næstu mánuðum og árum,“ segir þessi bjartsýni ungi maður að lokum.

- Auglýsing -

Vikan býður alltaf fjölbreytt efni. Tryggðu þér eintak.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -