• Orðrómur

„Krabbameinið styrkti okkur, það er enginn vafi um það“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, er hreinskilin, forvitin, lífsglöð og opin með eigin áföll og erfiðleika í lífinu. Hún er ófeimin við að deila lífi sínu og reynslu, þar á meðal endaþarmskrabbameininu sjaldgæfa sem hálfgerð skömm hefur hvílt yfir.

Hildur var í nýju ástarsambandi þegar hún fékk krabbameinsgreininguna, og segist hún fyrst hafa leitt hugann að því hvernig kærastinn, Kristinn Hreinsson, tæki tíðindunum.

Hún segir Kidda ekki hafa getað brugðist meira afgerandi við. „Hann varð eiginlega svona snöggreiður og sagði: „Þetta skalt þú aldrei orða aftur.“ Þar með var þetta afgreitt út af borðinu og ég hugsaði: þá veit ég úr hverju hann er gerður.

- Auglýsing -

Auðvitað hafa margir hugsað að við parið myndum ekki vinna okkur út úr þessu áfalli, En það varð til þess að ég áttaði mig enn betur á úr hverju Kiddi er gerður og hverjir styrkleikar hans eru. Ég hafði auðvitað gert mér grein fyrir að ég væri hrifin af honum og að hann væri góð manneskja en ég áttaði mig þarna á því hversu mikil manneskja hann er. Krabbameinið styrkti okkur, það er enginn vafi um það.“

Lestu viðtalið við Hildi Eir í nýjustu Vikunni sem er komin á helstu sölustaði eða komdu í áskrift.

- Auglýsing -

Sjá einnig: „Það skiptust alltaf á skin og skúrir, það voru aldrei bara skúrir“

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -