• Orðrómur

Kristín Ósk lést 38 ára frá 5 börnum – Söfnun hrundið af stað: „Við munum sakna hennar sárt“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kristín Ósk Hallgrímsdóttir, lést laugardaginn 3. október. Hún var 38 ára gömul og hafði í mörg ár barist við langvarandi veikindi, MS, geðhvarfasýki og flogaveiki. Kristín Ósk skilur eftir sig fjögur börn á aldrinum 2 – 15 ára, og 17 ára stjúpson.

„Fráfall Kristínar Óskar skilur eftir sig stórt skarð í okkar fjölskyldu en mestur er missir unnusta og fimm barna. Jakob elsti drengurinn hennar missti pabba sinn snemma á lífsleið sinni og er því munaðarlaus, þó að honum standi gott fólk, bæði ættingjar og vinir,“ segir Sigurbjörg Gunnarsdóttir prestur í Smárakirkju, en söfnun hefur verið sett af stað í nafni Kristínar Óskar og mun það sem safnast renna til barna hennar.

Fjölskyldan var nýlega flutt heim frá Spáni og mikill kostnaður fylgdi flutningnum heim. Kristín Ósk var auk þess ekki með neinar tryggingar.

- Auglýsing -

Sigurbjörg segir að fjölskyldan hafi vegna mikilla veikinda Kristínar Óskar alltaf búið við kröpp kjör. Litlir fjármunir eru því til staðar til að standa undir útfararkostnaði eða tryggja fjárhagslega velferð barna hennar í framtíðinni.

„Við ættingjar og vinir munum taka höndum saman til að standa straum af kostnaði við útför hennar,“ segir Sigurbjörg.  „Hjarta mitt og þeirra sem standa henni næst slá fyrir börnin hennar og framtíð þeirra. Við höfum því ákveðið að Vonin, hjálparstarf Smárakirkju, muni taka við öllum styrkjum í nafni Kristínar Óskar og ánafna öllu því sem safnast í október og nóvember 2020 til barna hennar. Ég hvet alla þá sem tök hafa á að taka þátt og létta þeim þannig lífið næstu misserin.“

„Kristín Ósk var dásamleg móðir sem hjálpaði alltaf þeim sem á þurftu að halda. Hún gerði allt fyrir börn sín og vini og við munum sakna hennar sárt,“ segir Vilhjálmur Örn.

- Auglýsing -

Styrktarreikningur hefur verið opnaður og geta þeir sem vilja styrkja fjölskyldu Kristínar Óskar lagt inn á hann. Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningur: 0322-26-003897, kennitala 530717-1350

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -