2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Krúttlegi kærastinn sem kálar og eltir

  Strákur hittir stelpu. Strákurinn verður skotinn í stelpunni. Strákurinn og stelpan kynnast og byrja svo saman. Krúttlegt. Eða hvað? Hvað ef kærastinn er ekki saklaus bókaormur sem varð skotinn í stelpu af tilviljun heldur eltihrellir og kaldrifjaður morðingi? Þættirnir You segja frá einum slíkum.

   

  Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin You sló í gegn þegar hún var frumsýnd árið 2018 en þættirnir eru byggðir á samnefndri bók eftir Caroline Kepnes. Um nýliðin jól kom þáttaröð númer tvö á Netflix sem er lauslega byggð á framhaldsbók Kepnes, Hidden Bodies.

  Fljótlega verður áhorfendum ljóst að hrifning Joe er langt frá því að vera eðlileg.

  Í fyrri þáttaröðinni fengu áhorfendur að kynnast Joe Goldberg, starfsmanni í bókabúð, sem kynnist Beck dag einn þegar hún rambar inn í bókabúðina. Klassísk saga af því að strákur hittir stelpu og verður skotinn. Rosa krúttlegt. Eða hvað? Fljótlega verður áhorfendum ljóst að hrifning Joe er langt frá því að vera eðlileg. Og hvað þá krúttleg. Hann verður heltekinn af Beck og lætur hvorki neitt né nokkurn stoppa sig í að vinna traust hennar og hrifningu. Hann notfærir sér tæknina og fer létt með að fletta upp fólki á samfélagsmiðlum og komast þannig að öllu mögulegu um viðkomandi. Þurfi meira til svo hann nái takmarki sínu, lætur hann ekkert stoppa sig. Ekkert og ekki neinn.

  Greinina í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

  AUGLÝSING


  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is