2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Kryddaðu tilveruna

  Krydd er bæði bragðgjafi og heilsufarslega áhrifamikið.

  Cayenne-pipar virkar mjög vel með engiferrót og dregur þá verulegu úr bólgum og liðverkjum.

  Matur er mannsins megin segir máltækið og víst er óskaplega gott að borða. Bragðgóð, heilnæm fæða er líka eitt af því dásamlega sem lífið hefur upp á að bjóða. Krydd er af margvíslegum toga en á það þó sameiginlegt að vera ekki bara bragðgjafi heldur líka heilsufarslega áhrifamikið. Lítum að nokkrar tegundir sem bæði kæta og bæta.

  Cayenne-pipar

  Hinn ótrúlega bragðsterki cayenne-pipar er einstaklega verkjastillandi. Að auki örvar hann meltingu, eykur orku, hreinsar nef- og kinnholur og kemur því að gagni þegar fólk er með kvef. Þessi sterki pipar hefur auk þess góð áhrif á blóðrásina.

  AUGLÝSING


  Cayenne-pipar virkar mjög vel með engiferrót og dregur þá verulegu úr bólgum og liðverkjum. Hann er bakteríudrepandi og vinnur á sveppum. Ef ofurlitlu cayenne-pipardufti og rifinni engiferrót er bætt út í ávaxtasafann á morgnana er ólíklegt að menn fái höfuðverk þann daginn. Þetta örvar blóðrásina og minnkar bólgur. Cayenne-pipar er mjög góður í pottrétti, á steikur og í heitt súkkulaði. Það þarf aðeins mjög lítið af honum því hann er sterkur.

  Þetta dýrasta krydd í heimi hefur fjölbreytileg og góð áhrif á heilsuna.

  Saffran

  Þetta dýrasta krydd í heimi hefur fjölbreytileg og góð áhrif á heilsuna. Það örvar meltingu, gagnast vel við fyrirtíðaspennu og kófköstum á breytingaskeiði. Auk þess eykur saffran framleiðslu vellíðunarboðefna og getur því gert fólk skapbetra, dregið úr streitueinkennum og bætt sjón.

  Gott er að neyta saffrans með magnesíumríkum mat en þá hjálpar það við kvíða, svefnleysi og skapsveiflum. Saffran er einstaklega gott með austurlenskum réttum og frábært að setja tvo til þrjá þræði af saffrani saman við hrísgrjónin þegar þau eru soðin.

  Kanill

  Kanill er gott ráð ef fólk finnur fyrir erfiðri sykurlöngun yfir daginn. Þá er gott að strá svolitlum kanil á eplasneiðar og borða. Dugi þetta ekki dýfðu þá eplasneiðunum í hnetusmjör. Lyktin af honum kallar líka fram æskuminningar um dásamlegar jólakökur og getur hún því ein og sér skapað vellíðan. Kanill er bakteríudrepandi og kanilte því einstaklega hressandi þegar menn eru með kvef og stíflað nef.

  Kryddi bæði kætir og bætir.

  Kanill inniheldur króm en það er nauðsynlegt til að halda jafnvægi á blóðsykrinum. Mælt er með að menn neyti allt að tveimur teskeiðum á dag af þessu eðalkryddi til að ná fram þeim áhrifum. Þá er gott að setja kanil og eplabita út á hafragrautinn á morgnana. Hann á einnig vel við chia-graut.

  Múskat

  Múskathnot er frekar bragðmild en þó með afgerandi bragð. Hún hefur öldum saman verið notuð til að lina verki, vinna gegn svefnleysi, örva minni og heilastarfsemi og virkni baktería í meltingarveginum.

  Múskat lækkar blóðþrýsting og hefur mjög róandi áhrif. Það gagnast því vel þeim sem glíma við svefnleysi. Hægt er að blanda um það bil hálfri teskeið af rifinni múskatrót í heitt vatn og drekka á kvöldin. Ef fólk á vanda til að sofna en vakna aftur getur það einnig hjálpað mönnum að sofa samfleytt alla nóttina. Múskat passar einnig mjög vel með saffrani og gott er að blanda því í heita mjólk með svolitlu hunangi. Við matreiðslu er múskat einkum notað í sósur, bakstur og pottrétti. Bechamel-sósa og ostasósa eru þær vinsælustu.

  Höfundur / Steingerður Stefánsdóttir

  Lestu meira

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is