2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Læknamistök sneru lífinu á hvolf

  Þegar Erlu Kolbrúnu Óskarsdóttur stóð til boða að leggjast inn á spítala á Akranesi með stuttum fyrirvara til að fá bót meina sinna í stað þess að bíða mun lengur eftir aðgerðartíma á Landspítalanum grunaði hana ekki að sú ákvörðun myndi snúa lífi hennar á hvolf og verða þess valdandi að hún er í dag 75% öryrki.

  Erla Kolbrún fór nýverið í stofnfrumumeðferð í Bandaríkjunum sem hún segir hafa létt á verkjunum sem hafa herjað á hana frá aðgerðinni örlagaríku. Og eftir að hafa glímt við þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir sem tvisvar enduðu með alvarlegri sjálfsvígstilraun, horfir Erla loks fram á bjartari framtíð.

  „Lífinu mínu var auðvitað snúið gjörsamlega á hvolf. Áður var ég bara hress og heilsuhraust ung kona, í námi, með tvö lítil börn og ótrúlega hamingjusöm; það var aldrei neitt vesen. Svo var ég komin á það stig að geta ekki hugsað um sjálfa mig. Þunglyndið byrjaði smátt og smátt […] Ég lá bara dofin uppi í rúmi og var aldrei glöð, ég sá enga liti. Ég var líka alltaf að hugsa um það sem hafði gerst og fékk stöðug endurlit af því þegar hann reif úr mér saumana.“

  „Yfirlæknirinn á Kvennadeildinni hefur aldrei vikið frá þeirri fullyrðingu sinni að þarna hafi verið um læknamistök að ræða.“

  Viðtalið í heild sinni má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is