2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Lærði að verjast árásum hákarla og sjóræningja

  María Anna Clausen hefur haft ástríðu fyrir veiði nánast síðan hún man eftir sér og þegar hún kynntist ástinni í lífi sínu, Ólafi Vigfússyni, smitaði hún hann svo rækilega af veiðibakteríunni að síðan má segja að allt þeirra líf hafi snúist um veiði.

  Þau ferðast árlega til afskekktra afkima veraldarinnar og veiða þar fiska í algjörri kyrrð og friði frá áreiti hversdagsins. Þau hjónin reka Veiðihornið í Síðumúla og eru, líkt og margir aðrir fyrirtækjaeigendur, mjög bundin þegar þau eru á landinu. Þessar ferðir eru því kærkomin hvíld auk þess að vera mögnuð ævintýri. Hingað til hafa þau farið til sex heimsálfa og meðal annars lært að verjast árásum hákarla og sjóræningja. Í ár verður minna um utanlandsferðir en María Anna sleppir ekki veiðistönginni fyrir það. Hún er í skemmtilegu forsíðuviðtali við Vikuna í blaði sem kemur út á morgun.

  Vikan kemur út á fimmtudag

  Auk hennar tala blaðamenn Vikunnar við Ragnheiði Lilju Guðmundsdóttur sem glímir við sjaldgæfan ónæmisjúkdóm. Hún og samnemendur hennar í Háskólanum í Reykjavík þróuðu app sem hjálpar fólki eins og henni að fylgjast vel með heilsu sinni. Þetta var hluti af námskeiði sem heitir Nýsköpun og stofnun fyrirtækja og fengu þau fyrstu verðlaun fyrir verkefni sitt.

  AUGLÝSING


  Auður Ottesen segir frá Sumarhúsinu og garðinum og námskeiðum sem hún heldur fyrir áhugasama garðyrkjumenn. Kíkt er á hvaða flíkur eru ómissandi í fataskápinn í sumar og hvernig gefa má gömlum stólum nýtt líf.

  Ekki missa af Vikunni sem kemur í verslanir á morgun, fimmtudag.

  Kaupa blað í vefverslun

  Mynd / Hallur Karlsson

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is