Svona minnkar þú streitu með réttu mataræði

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Viss fæða er talin geta hjálpað fólki að ná betri tökum á streitu

Streita er að verða eitt stærsta heilsufarsvandmál Vesturlandabúa. Þegar streituhormón eru viðvarandi í líkamanum geta þau valdið margvíslegum kvillum og ýtt undir alvarlega sjúkdóma. Meðal kvilla má nefna, viðvarandi þreytu, háan blóðþrýsting, þyngdaraukningu, minni kynlöngun og veikt ónæmiskerfi. Sé ekkert að gert getur streitan leitt til hjartasjúkdóma, meltingarsjúkdóma og heilablóðfalls.

Fæða getur dregið úr framleiðslu adrenalíns og annarra streituhormóna í líkamanum og þannig hjálpað mönnum að ná tökum á ástandinu. Nefna má að heilkorn, magurt kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir hafa lágan GI-stuðul, þ.e. glukose index. Það þýðir að þessi matur brotnar hægt niður og veitir líkamanum hæga en stöðuga orku og hjálpar þannig til við að halda blóðsykrinum í jafnvægi.

Streitan hækkar blóðsykurinn vegna þess að líkaminn er fastur í flótta- eða bardagaviðbragði. Hann telur hættu á ferðum og bregst við með því að ýkja öll viðbrögð.

- Auglýsing -

Með því að skipuleggja margar litlar máltíðir yfir daginn og velja fæðutegundir vel er hægt að draga mjög úr áhrifum streitunnar á líkamann.

Texti / Steingerður Steinarsdóttir

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Jóhann segir þetta ljótustu birtingarmynd nauðgunarmenningar

Fyrrum blaðamaður Stundarinnar og núverandi starfsmaður Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, þykir það „vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar, þegar...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -