Fimmtudagur 28. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Leiðir til að skera niður hitaeiningar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Með því að innbyrða fimm hundruð hitaeiningum minna á hverjum degi er hægt að léttast um hálft kíló á viku.

Salat er ekki það sama og salat

Einn stór salatdiskur með öllu getur innihaldið fleiri hitaeiningar en pastaréttur.

Í hugum flestra er salat það hollasta sem maður getur fengið sér. Það má samt öllu ofgera og eftir því sem lagt er meira í salatið með alls kyns ostum, karamelliseruðum hnetum, beikoni, avókadó, brauðteninga og þvíumlíku þeim mun hitaeiningaríkara verður það. Einn stór salatdiskur með öllu getur innihaldið fleiri hitaeiningar en pastaréttur. Ef þú setur aðeins eitt sælkerahráefni í salatið, helmingar dressinguna og hefur fjölbreyttara grænmeti í á móti getur þú fækkað hitaeiningunum um fimm hundruð.

Minni diskar
Besta leiðin til að minnka skammtastærðir er einfaldlega að nota minni diska. Með því einu að skipta þrjátíu sentímetra disknum út fyrir tuttugu og fimm sentímetra disk muntu borða fjórðungi minna, sem þýðir fimm hundruð kaloríur þegar allar máltíðir dagsins eru taldar. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að verða svöng því rannsóknir hafa sýnt að svengdin verður ekkert meiri.

Borðaðu sjaldnar pasta
Aðeins einn bolli af pasta eru tvö hundruð og tuttugu hitaeiningar en skammtastærðir flestra eru töluvert stærri en einn bolli. Þannig að það er auðvelt að innbyrða næstum því þúsund hitaeiningar í einni pastamáltíð. Reyndu að hafa pasta aðeins einu sinni í viku og haltu þig við tvo bolla af því, það er alltaf hægt að hafa salat með.

Varastu heilsufæði
Fólk er síður á varðbergi gagnvart mat sem er stimplaður sem heilsufæði og vanmetur oftar en ekki hitaeiningafjöldann. Þó að matur sé hollur þýðir það ekki endilega að hann sé hitaeiningasnauður, til dæmis er oft mælt með að nota hnetur og þurrkaða ávexti sem nasl en ef þú gætir ekki að þér getur þú óafvitandi innbyrt fimm hundruð hitaeiningar í einu millimáli.

Fáðu nægan svefn
Rannsóknir hafa sýnt að því minna sem þú sefur því meira hættir þér til að snarla. Þegar við erum þreytt og orkulaus sækjum við líka meira í orkuríkan mat, eins og sætindi eða aðra óhollustu. Ef við náum sjö tíma svefni á hverri nóttu gætum við innbyrt allt að fjögur hundruð hitaeiningum minna á dag.

- Auglýsing -

Byrjaðu daginn vel
Morgunverður er mikilvægasta máltíð dagsins. Reyndu að borða sem mest af prótíni því það inniheldur færri hitaeiningar en kornmatur og þú verður einnig saddari lengur. Til dæmis væri hægt að fá sér tvö soðin egg og tvo skammta af grænmeti, svo sem kirsuberjatómata og gúrku.

Umsjón / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -