Lifandi tónlist á hverri krá

Deila

- Auglýsing -

Ef marka má erfðafræðirannsóknir eru íslenskar konur skyldari Írum og Keltum en Norðmönnum. Margt eigum við að minnsta kosti sameiginlegt með Írum, báðar þjóðir hafa verið mótaðar af hrjóstrugu landslagi, hungri og fátækt fyrri alda en notað ástina á ljóðum og sögum til að halda sér gangandi. Það er gaman að heimsækja Dublin og aðrar írskar borgir, velta fyrir sér skyldleikanum og gleyma sér við fjöruga tónlist, áhugaverða menningu og í flottum búðum.

Hér sést hinn frægi minnisvarði The Spire í Dublin. Mynd/Pexels.com

Flestir ferðamenn heimsækja Írland í júlí og ágúst og ef fólk kærir sig ekki um raðir og mannþröng á helstu stöðum er ráð að koma að hausti og vetri þegar farið er að draga úr mesta straumnum.

Guiness-geymslan er einn vinsælasti staður borgarinnar en þar er á sjö hæðum rakin saga bruggverksmiðjunnar í máli og myndum. Húsið sjálft er í laginu eins og ölkrús.

Dublin-kastali gæti verið næsta stopp en hann var byggður á þrettándu öld og þar er nú safn muna frá miðöldum.

Eftir það er gott að hvíla sig í St. Stephen‘s Green, fallegum skrúðgarði sem gerður var á Viktoríutímanum og er einstaklega gott dæmi um þann landslagsarkitektúr sem þá var vinsæll.

Á nánast hverri krá troða upp tónlistarmenn og spila írsku þjóðlögin. Þessi angurværu en heillandi lög sem endurspegla frelsisbaráttu Íra og kúgun þeirra undir enskri stjórn.

Hafi menn áhuga á írskri sögu er nauðsynlegt að kíkja í Kilmainham-fangelsið. Þar sátu margir að leiðtogum írsku frelsishreyfingarinnar mánuðum saman í einangrun. Í hópnum voru leiðtogar páskauppreisnarinnar árið 1916 en þeir voru teknir af lífi af breskum yfirvöldum skömmu síðar.

Lifandi tónlist á hverri krá

Á nánast hverri krá troða upp tónlistarmenn og spila írsku þjóðlögin. Þessi angurværu en heillandi lög sem endurspegla frelsisbaráttu Íra og kúgun þeirra undir enskri stjórn. Írsku krárnar selja flestar mat líka og víða er hann einstaklega góður og það sem meira er, ódýr. Starfsfólk hótelsins þekkir þá bestu og gott að fá upplýsingar hjá þeim um hvar besta matinn er að fá og skemmtilegustu tónlistarmennina.

Þarna var ákaflega illa búið að föngum og ekki undarlegt að þegar Norður-Írland fékk sjálfstæði árið 1924 var það fyrsta verk nýrrar ríkistjórnar að leggja fangelsið niður. Nú er þar safn sem minnir á blóðuga kúgun Breta og frelsislogann í brjóstum Íra sem stórveldið náði aldrei að slökkva að fullu.

Dublin er höfuðborg og jafnframt stærsta borg Írska Lýðveldisins.

Þeir sem vilja ferðast út fyrir borgina ættu að athuga með að ráða sér einkabílstjóra og leiðsögumann og fá þá til að keyra með sig á helstu staði. Þótt það sé dýrara en að taka bílaleigubíl eða rútur eru þessir menn þaulvanir að keyra í vinstri umferð og kunna að segja frá. Þeir komast einnig yfir fleiri staði en hægt er að fara á í skipulögðum rútuferðum og hafa hver og einn einhvers konar sérþekkingu sem gefur aukið vægi.

Á Írlandi eru nokkrir af bestu golfvöllum heims og ef menn mæta snemma morguns eða seint að kvöldi býðst afsláttur af vallargjaldinu.

Skemmtileg hótel eru í nágrenni við þá flesta en sum eru gamlir kastalar írska aðalsins hefur verið breytt í fyrsta klassa hótel og það er ævintýri líkast að gista í sumum þeirra. Þeir standa yfirleitt alltaf á einstaklega fallegum stöðum og í nágrenni við merka staði. Það er gaman að fara út fyrir borgina og prófa að gista í alvörukastala eina eða tvær nætur.

Hin frægu fornrit Íra eru í bókasafni Trinity College. Mynd/David Iliff, www.wikipedia.org

Höfundur / Steingerður Steinarsdóttir

 

- Advertisement -

Athugasemdir