2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Aflraunasteinar um land allt

  Víðs vegar um land er að finna aflraunasteina sem gaman er að spreyta sig á þegar ferðast er um landið.

  Á Djúpalónssandi á Snæfellsnesi eru steinarnir Fullsterkur, Hálfsterkur, Hálfdrættingur og Amlóði. Við tóft gangnamannakofans í Ausubólshólum vestan við Þakgil í Mýrdal eru þrír aflraunasteinar sem nefndir eru Amlóði, Hálfsterkur og Fullsterkur. Við eyðibýlið England í Lundareykjadal er heit laug og þar liggja fjórir aflraunasteinar sem heita Fullsterkur, Hálfsterkur, Amlóði og Örvasi.

  Í Húsafelli í Borgarfirði er Kvíahellan og þar eru líka Gráisteinn og Steðjasteinn. Í Þórðarteigi í Hvítársíðu eru þrír steinar sem nefndir eru Engjasteinar og greindir eru Fullsterkur, Hálfsterkur og Amlóði. Þrír aflraunasteinar eru undir Kirkjufelli í landi Villingadals í Haukadal. Þeir heita Fullsterkur, Hálfsterkur og Amlóði. Á Hvallátrum eru fjögur steinatök og á Látranesi í Hvallátrum er steinninn Klofi.

  Þrjú steinatök eru á bökkunum fyrir ofan vörina Miðþröng í Arnarstapavík í Tálknafirði. Þau heita Fullsterkur, Miðlungur og Aumingi. Eiginlega aflaunasteina má finna víðar um landið en svo má líka alltaf taka hvaða steina sem er og nota til líkamsræktar.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is