2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

    Fljúgandi fær á fjöllum

    Ekkert jafnast á við sumardýrð íslenskra fjalla og alltaf fjölgar þeim er kjósa að reima á sig gönguskóna og halda af stað. Hrafnkell Sigtryggsson er þaulvanur fjallamaður og þekkir betur en flestir hvernig hægt er að tryggja að allt sé eins og best verður á kosið.

     

    „Það getur því verið gott að leita ráða hjá vönu fólki, s.s. hjá Ferðafélagi Íslands eða í þeim sérverslunum sem selja útivistarbúnað.“

    Hversu mikinn búnað þurfa menn til fjallaferða? „Þegar útivistarbúnaður er valinn er nauðsynlegt að velta fyrst fyrir sér hvar og hvernig notkunin eigi að vera til að átta sig á því hvað hentar best,“ segir Hrafnkell. „Búnaður í lengri gönguferðir þarf oft að vera léttari og sterkari en búnaður sem er notaður á styttri ferðum eða trússferðum. Í lengri ferðum, sérstaklega þar sem fólk er lengi fjarri byggð eða alfaraleiðum getur skipt sköpum að búnaðurinn bregðist ekki og þjóni því hlutverki sem honum er ætlað. Of mjúkir gönguskór í langri bakpokaferð geta t.d. verið varasamir ef ferðast er með þungan bakpoka í skriðum eða brattlendi þar sem eitt rangt skref getur valdið því að menn misstíga sig og meiðast á ökkla. Slík meiðsli eru sjaldnast stórmál í byggð en geta verið mjög slæm í ofangreindum aðstæðum. Það getur því verið gott að leita ráða hjá vönu fólki, s.s. hjá Ferðafélagi Íslands eða í þeim sérverslunum sem selja útivistarbúnað. Til að tryggja öryggið er svo auðvitað skynsamlegt að láta nákomna og aðra sem kunna að bregðast við vita um ferðaáætlanir sínar og hvenær megi búast við manni til byggða. Landsbjörg er með frábæra þjónustu á vefnum www.safetravel.is þar sem er hægt að skrá ferðina á vefnum en þetta getur flýtt verulega fyrir viðbragðsaðilum ef eitthvað kemur upp á í ferðinni.“

    Lestu meira

    Annað áhugavert efni

    Nýjast á Mannlíf.is