2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Að sofa sætt og rótt

  Að vakna endurnærður, fullur orku og framkvæmdavilja eru forréttindi. Sumir upplifa þetta oft en aðrir sjaldan eða aldrei. Góð hvíld er undirstaða þess að menn geti einbeitt sér yfir daginn og hugurinn virki eins og hann á að gera. Nætursvefninn segir til um hvernig líðanin er á morgnana og hvort dagurinn verði gefandi eða erfiður. Matur hefur meiri áhrif á svefn en menn halda og með réttu fæðuvali er hægt að ná að sofa betur.

  Langvarandi svefntruflanir eða svefnleysi hafa margvísleg áhrif á heilsu fólks. Meðal annars eru þær einn þáttur í ofþyngd og beinlínis ýta undir að menn velji óholla fæðu umfram holla. Hækkandi blóðþrýstingur, stoðkerfisverkir, slæm melting og sjóntruflanir geta einnig fylgt svefnleysi. En margt getur valdið því að menn eigi erfitt með að sofa. Í sumum tilfellum eru líkamleg veikindi orsakavaldur og í öðrum streita.

  Sá lífsstíll sem menn velja hefur einnig mikið að segja. Hreyfing hefur mikið að segja. Ef menn hreyfa sig lítið yfir daginn hefur það áhrif á hversu vel þeim gengur að sofna á kvöldin. Mataræði hefur einnig mikið að segja. Þung máltíð á kvöldin eða nart fram eftir veldur því að meltingin er á fullu og líkaminn að vinna úr fæðunni. Næringarefnum er dælt út um líkamann og í stað þess að finna fyrir slökun er orkan í hámarki. Kaffidrykkja hefur sömuleiðis mjög mikil áhrif og þeim sem eiga erfitt með svefn er ráðlagt að drekka ekki kaffi eftir fjögur á daginn. Sterk tengsl eru milli þess hvernig við borðum og hvað við kjósum til matar og hvernig við sofum.

  Borðaðu ævinlega á sama tíma og ekki of seint

  AUGLÝSING


  Næringarfræðingar ráðleggja fólki eindregið að borða ævinlega á sama tíma yfir daginn. Hvort sem menn borða þrjár eða fimm máltíðir er best að raða þeim á tiltekna tíma og hvika ekki frá því nema lítillega. Ekki er hollt að borða seint á kvöldin og flestir hafa heyrt að best sé að ganga til náða tveimur til þremur tímum eftir að menn borðuðu síðast. Margir hafa þá reglu að borða ekkert eftir átta á kvöldin og það er góð venja.

  Borðið nægt prótín

  Prótín hjálpar líkamanum að jafna blóðsykurmagnið og er nauðsynlegt til að viðhalda vöðvamassa. Margir borða alls ekki nægilegt prótín og ættu að gæta þess vel að þungamiðja hverrar máltíðar sé ævinlega með prótínríka fæðu á borð við fisk, kjöt, baunir eða egg. Prótín hefur einnig þau áhrif að fólk nær dýpri og betri svefni hafi það fullnægt þörf líkamans fyrir þetta mikilvæga næringarefni. Þess vegna er gott að velja góða prótíngjafa á kvöldin kjúklingakjöt, baunir af hvaða tagi sem er eða fiskur eru þar á meðal. Avókadó er fituríkt og inniheldur omega-3 fitursýrur. Það er einnig saðsamt og kemur reglu á hormónabúskap líkamans. Það er þess vegna gott meðlæti með kvöldverðinum og sömuleiðis grænt grænmeti á borð við brokkólí, spínat eða grænkál gefur járn og örva starfsemi lifrarinnar

  Njóttu ylsins

  Erfiðara er fyrir líkamann að melta kaldan og hráan mat. Þess vegna ættu menn ekki að borða sushi í kvöldmat eða kalt kjöt. Það er gott að borða heitan mat á kvöldin og súpur, kássur eða soðinn fiskur er kjörinn til þess að hjálpa fólki að sofna hratt og vel. Forðist hins vegar brasaðan eða steiktan mat og alkóhól í mat. Jurtaolíur og brætt smjör hafa örvandi áhrif á líkamann og ýta undir framleiðslu streituhormóna. Einnig verður ákveðin efnabreyting þegar steikarhúð myndast á mat, í raun brennur hann, og þau efni erta taugakerfið. Margir kjósa að fá sér koffínlaust jurtate eftir matinn í staðinn fyrir kaffi en þau hafa róandi áhrif á taugakerfið og leggja grunn að góððum nætursvefni. Kamillute, sítrónute að fennel-teblanda eru góður kostur hvað þetta varðar.

  Veljið fæðu sem örvar svefn

  Ákveðnar fæðutegundir innihalda efni sem hjálpa líkamanum að sofa. Til dæmis má nefna að í kalkúnakjöti er tryptophan en það örvar líkamann til að framleiða melatónín, svefnhormónið. Lax, bleikja, lúða og annar feitur fiskur er ríkur af D-vítamíni og omega-3 fitusýrum sem efla framleiðslu boðefna sem hjálpa mönnum að slaka á og sofna. Í banönum er pótassíum og magnesíum sem eru vöðvaslakandi og með því að borða einn til tvo banana að kvöldi til er hægt að leggja grunn að betri hvíld yfir nóttina. Auk þessara fæðutegunda má nefna að hafrar, pistasíuhnetur, kirsuber og sveppir hafa góð áhrif á svefninn.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum