2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Að sofna hratt og vel

  Sumir eiga erfitt með svefn sem er ekki gott að lifa við og getur komið niður á heilsunni. Fyrir tæpum fjörutíu árum kom út bókin Relax and Win: Championship Performance eftir Lloyd Bud Winter, og þar lýsir hann meðal annars galdrinum við að sofna hratt og vel.

  Miðtaugakerfið er það fyrsta sem líður fyrir langvarandi svefnleysi. Svefnleysi hefur neikvæð áhrif á svo ótal margt, eins og t.d. ónæmiskerfið, minnið og blóðþrýstinginn og er bráðfitandi að auki.

  Yfirmenn í bandaríska hernum hófu að hvetja undirmenn sína til að nýta ráðin sem gefin eru í bókinni því þreyta og syfja gátu leitt til mistaka þegar þörfin fyrir fulla athygli og einbeitingu var mikil og gat skilið á milli lífs og dauða. Eftir aðeins sex vikur reyndist aðferðin hafa dugað vel í 96% tilfella.

  „Þú getur einnig séð þig fyrir þér sitja við kyrrlátt vatn þar sem ekkert heyrist nema fuglasöngur og örlítið gjálfur, virt fyrir þér tré og fallegan gróður eða legið á sólbekk og horft út á sjóinn eða upp í himininn.“

  Hvernig væri að prófa þessa hertækni sem gæti orðið til þess að þú svæfir bæði fastar og lengur?

  Skrefin fjögur

  AUGLÝSING


  Þegar þú ert komin/n upp í rúm, ljósið slökkt, mátulega svalt í herberginu og ekkert truflar þig skaltu fara eftir þessu, skref fyrir skref. Það tekur um eina og hálfa mínútu að fara í gegnum þessi skref, fyrir utan þessar tvær mínútur sem það tekur að falla í svefn.

  Fyrsta skref: Byrjaðu á því að slaka á andlitsvöðvunum, þar með talið tungunni, kjálkanum og vöðvunum í kringum augun.

  Annað skref: Settu axlirnar eins mikið niður og þú getur. Slakaðu síðan á upphandleggnum á annarri hendi, færðu þig síðan smám saman neðar og út í fingurna og gerðu eins við hinn handlegginn.

  Þriðja skref: Andaðu frá þér og slakaðu á brjóstkassanum og niður að fótum. Slakaðu síðan á fótunum, frá mjöðmum og niður úr.

  Fjórða skref: Þegar líkaminn er allur orðinn slakur þarftu að hreinsa hugann af öllum hugsunum. Þá er gott að sjá fyrir sér mynd af einhverju sem kalla mætti griðastað og á þeim góða stað gengur mun betur að sofna en ella.

  Eftir um tíu sekúndna slökun er kominn tími til að sleppa og láta svefninn taka völdin.

  Snæfell
  Mynd / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

  Finndu griðastaðinn þinn

  Sjáðu fyrir þér einhvern stað sem í þínum huga táknar friðsæld. Það gæti verið herbergi með engu í nema þægilegum stól eða hengirúmi sem þú situr í og horfir á síð hvít gluggatjöld blakta í örlitlum vindi. Þú getur einnig séð þig fyrir þér sitja við kyrrlátt vatn þar sem ekkert heyrist nema fuglasöngur og örlítið gjálfur, virt fyrir þér tré og fallegan gróður eða legið á sólbekk og horft út á sjóinn eða upp í himininn.

  Veldu það sem þér finnst veita þér mesta ró. Blómagarð, trjágöng, rökkur, sólskin og svo framvegis. Griðastaðurinn er góður staður að vera á rétt áður en þú sofnar. Einnig er gott að eiga slíkan stað til að skreppa til í huganum hvenær sem er ef þér líður illa. Þar er hægt að upplifa slökun og hvíld frá því sem á þér hvílir.

   

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum