2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Að vera með verki er ekki eðlilegt ástand“

  Margrét Arna Arnardóttir vinnur við heilsuþjálfun. Hún segist vera að færa sig frá hefðbundinni einkaþjálfun og vinna meira með gæði hreyfingar og mataræðis út frá líkamlegum þörfum hvers og eins.

   

  Margrét Arna hefur yfir tuttugu ára reynslu af kennslu og þjálfun og er hafsjór af þekkingu. Ástríða hennar felst fyrst og fremst í því að hjálpa öðrum að finna sína eigin verðleika og gleði í lífinu og að hver einstaklingur geti orðið besta útgáfan af sjálfum sér. Án allra öfga.

  En er virkilega nauðsynlegt að þjálfa fólk í að hugsa um heilsu sína með heilsuþjálfun?

  „Við þurfum að læra að hlusta á líkama okkar og gera okkur grein fyrir því hvað hann er að segja okkur. Að vera með verki er ekki eðlilegt ástand og alla jafna er það leið líkamans til að láta okkur vita að eitthvað sé í ólagi, til að við gerum eitthvað í því að koma eðlilegu jafnvægi aftur á. Oft erum við komin svo langt frá því sem raunverulega er „eðlilegt“ að við heyrum ekki og teljum að það ástand sem við séum í sé eðlilegt. Við erum kannski líka alin upp við það að harka af okkur og vera ekki að kvarta. En enginn ætti að þurfa að vera með verki ef það eru engir líkamlegir sjúkdómar sem valda þeim,“ segir Margrét meðal annars.

  Íslendingar svolítið ginkeyptir fyrir skyndilausnum

  AUGLÝSING


  „Það er erfitt að svara því hvenær áhugi minn kviknaði en einhvern veginn finnst mér eins og ég hafi alltaf haft áhuga á heilsu,“ segir Margrét aðspurð hvenær áhugi hennar á heilsutengdum málefnum kviknaði.

  „Það er svo margt í gangi og upplýsingar um það hvað er rétt og rangt eru flæðandi út um allt.“

  „Áhugi minn sprettur einnig svolítið mikið úr þessari þörf að hjálpa öðrum að líða betur í eigin skinni. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég er búin að læra svona margt því það eru svo margar hliðar og mismunandi þarfir sem við höfum sem einstaklingar.“

  Margrét segir áhuga sinn vera að vinna með líkamanum á öfgalausan hátt. „Það er svo margt í gangi og upplýsingar um það hvað er rétt og rangt eru flæðandi út um allt. Við Íslendingar, sérstaklega, erum svolítið ginkeyptir fyrir skyndilausnum og við t.d. lesum einhverja árangursögu um manneskju sem náði undraverðum árangri á einhverjum megrunarkúr og þá fara allir að fara eftir því sama. En mögulega hentar sú aðferð ekki öllum. Ég trúi því að besta aðferðin sé að við lærum að hlusta á eigin líkama og þannig finnum við út úr því hvað er best fyrir okkur. Þannig næst líka bestur árangur án þess að vera að bæta streitu og vanlíðan í lífið og við finnum jafnvægi.“

  Lestu ítarlegt viðtalið við Margréti í heild sinni í Vikunni.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum