2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Einfaldar leiðir til að draga úr þreytu

  Lélegt mataræði dregur úr orku og krafti. Ein auðveldasta leiðin til að draga úr þreytu er að borða fjölbreyttan og hollan mat. Að borða reglulega 3-5 sinnum á dag, fimm skammta af ávöxtum og grænmeti og vanda mjög valið á þeim kolvetnum er menn neyta er hægt að auka úthald og þol gífurlega. Helmingurinn af disknum á alltaf að vera grænmeti eða ávextir.

  Þriðjungur prótíngjafi á borð við kjöt, fisk eða baunir og þriðjungur kolvetni. Gott er að forðast unnar kjötvörur, saltan mat og sykur. Í mörgum tilfellum getur sykurneysla haft gríðarleg áhrif á þreytustig. Fyrst eftir að menn innbyrða sykurríka fæðu hækkar blóðsykurinn mjög snöggt og þeir fá orkuinnspýtingu en hún varir stutt og mjög fljótlega færist mikil lúi yfir.

  Borðið ævinlega morgunmat. Það kemur meltingunni af stað og gefur orku fram eftir degi og borðið reglulega og ævinlega á sama tíma.

  Drekkið nóg. Talað er um að hver maður þurfi að drekka um það bil átta glös af vatni á dag. Ef menn fá ekki nægan vökva getur það valdið óskýrleika í hugsun, þreytu, skapsveiflum og harðlífi.

  AUGLÝSING


  Hreyfing skiptir líka máli. Þegar þreytan færist yfir er ekki besta ráðið að leggjast upp í sófa og fara að sófa. Mun árangursríkara er að fara út að ganga eða í ræktina. Hreyfing eykur blóðflæðið og gefur þreyttum líffærum það orkuskot sem þau þarfnast.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum