2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Fæða fyrir og eftir æfingu

  Heilsusamlegur lífsstíll felst í góðu mataræði og reglulegri líkamsrækt. Þetta tvennt helst í hendur og mikilvægt er að huga að því hvað við borðum þegar við stundum hreyfingu. Þannig getum við hámarkað árangur okkar, hvort sem það er að grennast og missa fitu eða byggja upp aukinn vöðvamassa. Hér eru nokkrar góðar fæðutegundir sem er gott að borða fyrir eða eftir æfingu.

   

  Fitulítið prótín

  Kjúklingur, kalkúnn og túnfiskur er frábær fæða bæði fyrir og eftir æfingu. Prótínið kemur í veg fyrir niðurbrot í vöðvum sem getur orðið við erfiða æfingu. Þetta gerir þér kleift að brenna meiri fitu en viðhalda vöðvamassanum og þar með grunnbrennslunni.

  Fjölbreytt kolvetni

  Þegar þú ert að gíra þig upp fyrir æfingu þá eru kolvetni góður kostur. Besta ráðið er að blanda saman bæði flóknum og einföldum kolvetnum þannig að orkulosunin sé jöfn og þétt yfir æfinguna. Til dæmis er sniðugt að borða heilhveitibrauðsneið með ávexti eins og banana því hvort tveggja er auðmelt  og inniheldur báðar tegundir kolvetna. Bananar innihalda líka mikið magn af kalíum sem tapast úr líkamanum með svita.

  Drekktu nóg vatn

  Spyrðu hvern sem er og hann mun segja þér að lykillinn að góðum árangri í líkamsrækt sé nægur vökvi, bæði fyrir og eftir æfingu. Við hreyfingu svitnum við og þá verður vökvatap í líkamanum. Ef rakastig líkamans lækkar aðeins um tvö prósent getur það haft áhrif á vöðvastyrk og afrakstur æfingarinnar. Gott er að miða við um einn og hálfan lítra á dag.

  Lax

  AUGLÝSING


  Auk þess að innihalda mikið magn prótíns sem er gott eftir æfingu þá inniheldur lax mikið magn omega-3-fitusýra og lífrænna peptíða sem taka þátt í að minnka bólguviðbragð líkamans, stýra insúlínframleiðslu og styrkja liði.

  Texti / Hildur Friðriksdóttir

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum