2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Fimm góð ráð til að bæta lífsgæðin

  Nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga til að bæta lífsgæðin.

   

  Vaknaðu snemma 

  Drekktu bolla af grænu tei um leið og þú vaknar. Það eykur brennsluna heilmikið. Það hefur áhrif á miðtaugakerfið, er varmagjafi og eykur þar af leiðandi efnaskiptin. Og svona sem aukabónus; grænt te að morgni fær þig til að vera betur vakandi og virkar hvetjandi á þig að fara að hreyfa þig í morgunsárið.

  Gerðu æfingar á morgnana

  AUGLÝSING


  Besti tíminn til að gera líkamsæfingar er hálftíma eftir að þú vaknar. Áreynsluæfingar fá adrenalínið til að flæða, virkja orkustöðvarnar og auka snerpu þína í gegnum daginn. En áríðandi er að líkaminn fái kolvetni og vökva til að koma í veg fyrir að þú þornir upp. Fáðu þér vatnsglas og ristaða brauðsneið fimmtán mínútum áður en þú ferð að æfa.

  Morgunverður

  Ef þú snæðir árbít klukkutíma eftir að þú byrjar æfingarnar umbreytist kolvetnið hraðar í orku en ella og endurnýjar glúkósann í blóðrásinni, vöðvunum og lifrinni í stað þess að festast einhvers staðar í líkamanum sem fita. En ef þú borðar of mikil kolvetni, eins og ristað brauð og kornflögur, finnurðu fyrir hungri eftir klukkutíma aftur því fæðan umbreytist of hratt í orku. Betra er því að borða ávexti, hreina jógúrt og rúgbrauð. Einnig er gott að bæta smávegis prótíni við eins og t.d. hrærðum eggjum.

  Millimálin

  Ef þú borðar ekkert seinni hluta morguns fellur blóðsykurinn og þú finnur fyrir hungri. Eins og oft hefur verið sagt er best að borða oft og lítið í einu. Ef þú borðar aðeins þrjár máltíðir á dag fer líkaminn að búa sig undir hungursneyð, brennir hægar og safnar meiri fitu. Reyndu að hafa orkuneysluna jafna yfir daginn og hættan á að borða einhverja óhollustu til að hækka blóðsykurinn minnkar. Fáðu þér aukabita á borð við banana eða kíví. Þú þarft ekki að óttast að sá aukabiti tákni aukahitaeiningar því þær gefa líkamanum meiri orku til að vöðvarnir vinni betur. Svona aukabiti á alls ekki að vera súkkulaðistykki eða íspinni.

  Út að leika

  Líkamshiti þinn nær hámarki í eftirmiðdaginn sem táknar að vöðvarnir verða sveigjanlegri og viðbrögðin sneggri. Nú er góður tími til að gera æfingar sem reyna á bæði kraft og hraða. Prófaðu kraftæfingar með hléum til að auka efnaskiptin. Mikil áreynsla í stuttan tíma, þá stutt hlé og síðan önnur áreynslutörn og svo framvegis. Þeim sem vinna undir miklu álagi ætti að finnast þetta hin besta hressing. Þú þarft ekki endilega að fara í tækjasal því góð kraftganga, skokk eða jafnvel hressilegur dans við fjöruga tónlist gera sama gagn. Gott er að nota það hugarfar að þú sért að hressa þig eftir annasaman dag og æfingin sé nokkurs konar verðlaun. Góð hreyfing í lok vinnudags hjálpar þér að ná slökun.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum